Það er búið að ryðja snjóflóðið sem féll í Hvalnesskriðum síðdegis. Þrátt fyrir það er enn varað við hættu á snjóflóðum í skriðunum og það er þæfingsfærð frá Höfn austur undir Breiðdalsvík. Vegurinn er því ekki fær eindrifsbílum.
Á Suður- og Vesturlandi eru vegir víðast auðir þótt lítilsháttar hálka sé á stöku leiðum. Á Vestfjörðum er víða skafrenningur og einhver hálka. Ófært er um Eyrarfjall.
Á Norðurlandi vestra er góð vetrarfærð en á Norðaustur- og Austurlandi er víða hríðarveður og skafrenningur. Milli Þórshafnar og Raufarhafnar er stórhríð og þungfært. Á Fjarðarheiði er vonskuveður og mokstri hætt. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra en Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar