Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 18:23 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Vísir/Sigurjón Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Sveitarstjóri telur húsið henta vel sem meðferðarheimili fyrir börn en ríkið hefur hingað til ekki haft áhuga á því. Hann vonar að nýr ráðherra endurskoði þá afstöðu. Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki. Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Meðferðarheimili fyrir börn við Háholt í Skagafirði var byggt árið 1998 en því var lokað árið 2017. Húsið hefur staðið meira og minna autt síðan þá. Að lokum setti sveitarfélagið það á sölu í febrúar á þessu ári þar sem ekki leit út fyrir að ríkið myndi nokkurn tímann hafa áhuga á að reka þar úrræði á ný. Þáverandi barnamálaráðherra sagði húsnæðið ekki henta fyrir meðferðarúrræði fyrir börn. Húsnæðið var selt með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Það er því komið aftur á sölu. „Menn töluðu um að hér vantaði sérfræðinga, sem ég vil meina að sé ekki rétt. Þetta var auðvitað rekið í áraraðir sem meðferðarúrræði. Svo var talað um langan viðbragðstíma, langt í heilbrigðisaðstoð eða annað slíkt, en það á heldur ekki við nein rök að styðjast. Tímalengdin sem ráðuneytið gaf upp stenst ekki. Það var eins og neyðarbílar væru að keyra í Háholt á fjörutíu kílómetra hraða miðað við þann tíma sem ráðuneytið gaf upp,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Halda söluferlinu áfram Frá Háholti eru fimm kílómetrar í Varmahlíð og 22 kílómetrar í Sauðárkrók. Sigfús vonast til þess að nýr barnamálaráðherra skoði hlutina upp á nýtt, enda hafa fjölmiðlar reglulega fjallað um vandann sem blasir við í málefnum Stuðla og annarra meðferðarúrræða fyrir börn. „Þetta húsnæði var sérstaklega byggt sem meðferðarúrræði á sínum tíma. Þess vegna finnst mér þetta sérstakt, því það blasir við öllum vandi í þessum málaflokki. Að þetta sé ekki í það minnsta íhugað í staðinn fyrir að byggja nýtt og dýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigfús Ingi. Guðmundur Ingi Kristinsson er mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Anton Brink Ríkinu gefst kostur á að ræða við sveitarfélagið, en á meðan er húsnæðið enn til sölu. „Nú veit ég ekki hvað nýr ráðherra segir, við kannski höfum samband við hann eftir helgi. Sjáum hvað gerist. En við höldum alla vega áfram þessu ferli með söluna, sama hvort ríkið stígi inn í eða ekki.
Skagafjörður Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira