Friðsamleg mótmæli í dag 3. mars 2007 19:18 Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. Mótmælin hófust með friðsamlegum hætti á Sánkti Hans torgi á Norðurbrú í gærkvöldi. Þar komu vel á annað þúsund manns saman. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar komið var fram yfir miðnætti. Táragas var notað og mótmælendur svöruðu með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í fjölda bíla. Einnig kom til átaka í Kristjánshöfn þar sem framhaldsskóli var lagður í rúst. Hörður Sveinsson, ljósmyndari var á vettvangi í nótt. Hann segir fjölmarga hafa komið á vettvang til að fylgjast með mótmælunum án þess þó að taka þátt í þeim. Hann hafi talað við það fólk en ekki mótmælendur sem hafi verið töluvert trekktir. Hann segir almenna Dani þreytta á ástandinu. Hörður segist hafa séð einn íbúa á Norðurbrú hlaupa út úr húsi sínum með garðslögu til að slökkva eld í ruslatunnu fyrir utan. Kveikt hafi verið í fjölmörgum bílum og íbúar að missa þolinmæðina. Þorvaldur Flemming Jensen er búsettur í Kaupmannahöfn, hann segir Kaupmannahafnarbúa hafa vaknað upp við vondan draum í morgun. Brunnir bílar hafi legið sem hráviði um sum svæði. Dagurinn hafi þó verið friðsæll og þar með talin tvö þúsund manna motmæli á Ráðhústorginu þaðan sem gengið var að Norðurbrú. Þar hafi mótmælin svo verið leyst upp og spurning hvað gerist næst. Þorvaldur Flemming segir óeirðalögreglu viðbúna um alla borg í fullum herklæðum. Búist sé við átökum. Rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir síðustu 3 daga og fangelsi yfirfull. Á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í dag hafi lögregla stöðvað ferð 40 Svía sem líklegt hafi verið talið að ætluðu að taka þátt í mótmælunum. Þeir hafi verið sendir heim með fyrstu lest. Þannig sé reynt að gæta þess að mótmælendur streymi ekki til borgarinnar. Þrátt fyrir aðgerðir sé óttast að upp úr sjóði í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. Mótmælin hófust með friðsamlegum hætti á Sánkti Hans torgi á Norðurbrú í gærkvöldi. Þar komu vel á annað þúsund manns saman. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar komið var fram yfir miðnætti. Táragas var notað og mótmælendur svöruðu með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í fjölda bíla. Einnig kom til átaka í Kristjánshöfn þar sem framhaldsskóli var lagður í rúst. Hörður Sveinsson, ljósmyndari var á vettvangi í nótt. Hann segir fjölmarga hafa komið á vettvang til að fylgjast með mótmælunum án þess þó að taka þátt í þeim. Hann hafi talað við það fólk en ekki mótmælendur sem hafi verið töluvert trekktir. Hann segir almenna Dani þreytta á ástandinu. Hörður segist hafa séð einn íbúa á Norðurbrú hlaupa út úr húsi sínum með garðslögu til að slökkva eld í ruslatunnu fyrir utan. Kveikt hafi verið í fjölmörgum bílum og íbúar að missa þolinmæðina. Þorvaldur Flemming Jensen er búsettur í Kaupmannahöfn, hann segir Kaupmannahafnarbúa hafa vaknað upp við vondan draum í morgun. Brunnir bílar hafi legið sem hráviði um sum svæði. Dagurinn hafi þó verið friðsæll og þar með talin tvö þúsund manna motmæli á Ráðhústorginu þaðan sem gengið var að Norðurbrú. Þar hafi mótmælin svo verið leyst upp og spurning hvað gerist næst. Þorvaldur Flemming segir óeirðalögreglu viðbúna um alla borg í fullum herklæðum. Búist sé við átökum. Rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir síðustu 3 daga og fangelsi yfirfull. Á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í dag hafi lögregla stöðvað ferð 40 Svía sem líklegt hafi verið talið að ætluðu að taka þátt í mótmælunum. Þeir hafi verið sendir heim með fyrstu lest. Þannig sé reynt að gæta þess að mótmælendur streymi ekki til borgarinnar. Þrátt fyrir aðgerðir sé óttast að upp úr sjóði í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira