Íslenskur maður á fertugsaldri var barinn illa í viðskiptaferð á Flórída í fyrrakvöld. Maðurinn var að keyra vin sinn heim í Orlando upp úr miðnætti og villtist af leið þegar fjórir menn réðust á hann, drógu hann út úr bílnum og spörkuðu í hann án afláts. Þeir hurfu á brott eftir að ná af honum peningaveski með kreditkortum og 80 þúsund íslenskum krónum í bandaríkjadölum.
Maðurinn náði að leita sér hjálpar og er ekki alvarlega slasaður en illa útleikinn, var meðal annars saumaður á enni og fyrir neðan auga.