45 ára ferli að ljúka 12. mars 2007 18:45 Jacques Chirac, Frakklandsforseti, tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. MYND/AP Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Chirac er 74 ára og hefur verið forseti í 12 ár, eða frá 1995. Hann var helsti arftaki Charles de Gaulle á hægri væng franskra stjórnmála og var skipaður forsætisráðherra árið 1974. 1977 varð hann borgarstjóri í París. Árið 1986 tók hann aftur við forsætisráðherraembættinu og gengdi því í tvö ár samhliða því að stýra Parísarborg. Því hætti hann svo 1995 þegar hann var kjörinn forseti eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Francois Mitterand 1981 og 1988. Hann var endurkjörinn með miklum mun 2002. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að þar hafi kjósendur frekar verið að hafna þjóðernissinnanum Jean Marie Le Pen sem komst óvænt í aðra umferð kosninganna. Reynt var að ráða Chirac af dögum á Bastillu daginn 2002. Hann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi 2004. Chirac hefur verið vinsæll í Frakklandi þrátt fyrir ásakanir um spillingu. Hann naut sérstakrar hylli þegar hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjamönnum og mótmælti Íraksstríðinu. Vinsældir hans hafa þó dvínað og var ekki búist við að hann sæktist eftir endurkjöri þótt hann hefði ekkert gefið út um það fyrr en í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist ætla að þjóna Frökkum á öðrum vettvangi. Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, ekki einu sinni innanríkisráðherrann og flokksbróður sinn Nicolas Sarkozy. Helstu andstæðingar hans eru Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalista, og miðjumaðurinn Francois Bayrou. Sarkozy hefur naumt forskot samkvæmt nýjustu könnunum. Le Pen ætlar í slaginn í fimmta sinn en er ekki talinn muni hafa erindi sem erfiði. Erlent Fréttir Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands. Chirac er 74 ára og hefur verið forseti í 12 ár, eða frá 1995. Hann var helsti arftaki Charles de Gaulle á hægri væng franskra stjórnmála og var skipaður forsætisráðherra árið 1974. 1977 varð hann borgarstjóri í París. Árið 1986 tók hann aftur við forsætisráðherraembættinu og gengdi því í tvö ár samhliða því að stýra Parísarborg. Því hætti hann svo 1995 þegar hann var kjörinn forseti eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Francois Mitterand 1981 og 1988. Hann var endurkjörinn með miklum mun 2002. Stjórnmálaskýrendur vilja þó meina að þar hafi kjósendur frekar verið að hafna þjóðernissinnanum Jean Marie Le Pen sem komst óvænt í aðra umferð kosninganna. Reynt var að ráða Chirac af dögum á Bastillu daginn 2002. Hann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn var dæmdur í 10 ára fangelsi 2004. Chirac hefur verið vinsæll í Frakklandi þrátt fyrir ásakanir um spillingu. Hann naut sérstakrar hylli þegar hann stóð upp í hárinu á Bandaríkjamönnum og mótmælti Íraksstríðinu. Vinsældir hans hafa þó dvínað og var ekki búist við að hann sæktist eftir endurkjöri þótt hann hefði ekkert gefið út um það fyrr en í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Hann sagðist ætla að þjóna Frökkum á öðrum vettvangi. Chirac lýsti ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, ekki einu sinni innanríkisráðherrann og flokksbróður sinn Nicolas Sarkozy. Helstu andstæðingar hans eru Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalista, og miðjumaðurinn Francois Bayrou. Sarkozy hefur naumt forskot samkvæmt nýjustu könnunum. Le Pen ætlar í slaginn í fimmta sinn en er ekki talinn muni hafa erindi sem erfiði.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira