Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist 16. mars 2007 00:01 Þessa dagana vinnur starfsfólk Latabæjar að því hörðum höndum að ljúka eftirvinnslu á nýrri þáttaröð um lífið í Latabæ en aðdáendur þáttanna geta nú barið þá augum í alls 106 löndum víða um heim. MYND/Vísir Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku. Fréttir Innlent Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku.
Fréttir Innlent Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp