Ástandið í Írak veldur vonbrigðum 20. mars 2007 19:15 Utanríkisráðherra segir að ástandið í Írak valdi vissulega vonbrigðum en það sé áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að styðja írösku þjóðina eftir megni. Fjögur ár eru í dag frá upphafi átaka í landinu og endurreisn landsins heldur áfram í skugga ofbeldis. Íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem studdu innrásina og voru á lista Bandaríkjamanna yfir svokallaðar staðfastar stuðningsþjóðir. Því hefur ekki verið breytt. Afsökunarbeiðni var þó krafist á fundi stríðsandstæðinga í Austurbæ í Reykjavík í gærkvöldi. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir íslenska ríkisstjórn vona að lýðræðisþróun haldi áfram í Írak og enduruppbygging einnig. Það séu vonbrigði hvernig mál hafi þróast þar síðustu árin. Stefna íslenskra stjórnvalda nú sé að sú að stuðla að lýðræðisþróun og efnahagslegri enduruppbyggingu. Ísland hafi stutt Íraka með tæplega 400 milljóna króna framlagi þannig að það sé það sem skipti máli í dag. Ýmsar ásakanir hafa komið fram um að einhver hluti fjárframlaga víða að hafi ekki farið á réttan stað. Valgerður segir ómöglegt að segja til um hvort allt fé hafi skilað sér. Umræða um slíkt komi alltaf fram. Hún segir eftilit hins vegar gott og undartekning að fé skili sér ekki að verulegu leyti. Börkur Gunnarsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins í Írak, var gestur í Hádegisviðtalinu í dag. Hann starfaði í Írak í fimmtán mánuði en kom aftur heim til Íslands í fyrravor. Hann segir allt fé sem hafi farið frá Íslandi í gegnum NATO hafi farið á réttan stað og í kaup á réttum hlutum. Hann gerir athugasemdir við umræðu um að ein ástæðan fyrir óförunum í Írak sé að her og lögregla hafi verið leyst upp í byrjun. Hernaðarsérfræðingar segja þetta orðum aukið. Börkur segist hafa unnið mikið með Írökum og þar hafi verið ofursta í hernum sem hafi verið í gamla íraska hernum. Þaðan hafi komið menn sem tóku þátt í uppbyggingu nýs hers eftir að sá gamli var leystur upp. Erlent Fréttir Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að ástandið í Írak valdi vissulega vonbrigðum en það sé áfram stefna íslensku ríkisstjórnarinnar að styðja írösku þjóðina eftir megni. Fjögur ár eru í dag frá upphafi átaka í landinu og endurreisn landsins heldur áfram í skugga ofbeldis. Íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem studdu innrásina og voru á lista Bandaríkjamanna yfir svokallaðar staðfastar stuðningsþjóðir. Því hefur ekki verið breytt. Afsökunarbeiðni var þó krafist á fundi stríðsandstæðinga í Austurbæ í Reykjavík í gærkvöldi. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir íslenska ríkisstjórn vona að lýðræðisþróun haldi áfram í Írak og enduruppbygging einnig. Það séu vonbrigði hvernig mál hafi þróast þar síðustu árin. Stefna íslenskra stjórnvalda nú sé að sú að stuðla að lýðræðisþróun og efnahagslegri enduruppbyggingu. Ísland hafi stutt Íraka með tæplega 400 milljóna króna framlagi þannig að það sé það sem skipti máli í dag. Ýmsar ásakanir hafa komið fram um að einhver hluti fjárframlaga víða að hafi ekki farið á réttan stað. Valgerður segir ómöglegt að segja til um hvort allt fé hafi skilað sér. Umræða um slíkt komi alltaf fram. Hún segir eftilit hins vegar gott og undartekning að fé skili sér ekki að verulegu leyti. Börkur Gunnarsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins í Írak, var gestur í Hádegisviðtalinu í dag. Hann starfaði í Írak í fimmtán mánuði en kom aftur heim til Íslands í fyrravor. Hann segir allt fé sem hafi farið frá Íslandi í gegnum NATO hafi farið á réttan stað og í kaup á réttum hlutum. Hann gerir athugasemdir við umræðu um að ein ástæðan fyrir óförunum í Írak sé að her og lögregla hafi verið leyst upp í byrjun. Hernaðarsérfræðingar segja þetta orðum aukið. Börkur segist hafa unnið mikið með Írökum og þar hafi verið ofursta í hernum sem hafi verið í gamla íraska hernum. Þaðan hafi komið menn sem tóku þátt í uppbyggingu nýs hers eftir að sá gamli var leystur upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira