Samdráttur í bílasölu 4. apríl 2007 09:07 Rick Wagoner, forstjóri General Motors. Mynd/AFP Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur hjá Ford, eða 12,4 prósent. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. Næst mesti samdrátturinn var hjá General Motors, eða 7,7 prósent. DaimlerChrysler fylgir svo á eftir með samdrátt upp á 4,6 prósent. Að Toyota undanskildum jókst sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan um 3,9 prósent. Sölutölur liggja ekki fyrir frá Honda en breska ríkisútvarpið segir allt stefna í metsölu hjá fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Þetta þykja ekki góðar fréttir fyrir bandaríska bílaframleiðendur sem horfðu upp á mikinn samdrátt í bílasölu á síðasta ári þegar eldsneytisverð fór í sögulegt hámark. Við það leituðu bílakaupendur á önnur og ódýrari mið, þó sérstaklega til japanskra og sparneytnari bíla. Bandarísku framleiðendurnir gripu til ýmissa ráða, meðal annars með uppsögnum á tugþúsundum starfsmanna og lokun verksmiðja í hagræðingaskyni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sala á bifreiðum dróst talsvert saman hjá risunum á bandaríska bílamarkaðnum í mars miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn var langmestur hjá Ford, eða 12,4 prósent. Á sama tíma varð aukning á sölu japanskra bíla vestanhafs. Toyota, sem stefnir á að verða umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á árinu, seldi 7,7 prósentum fleiri bíla í mars en á sama tíma í fyrra. Næst mesti samdrátturinn var hjá General Motors, eða 7,7 prósent. DaimlerChrysler fylgir svo á eftir með samdrátt upp á 4,6 prósent. Að Toyota undanskildum jókst sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan um 3,9 prósent. Sölutölur liggja ekki fyrir frá Honda en breska ríkisútvarpið segir allt stefna í metsölu hjá fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Þetta þykja ekki góðar fréttir fyrir bandaríska bílaframleiðendur sem horfðu upp á mikinn samdrátt í bílasölu á síðasta ári þegar eldsneytisverð fór í sögulegt hámark. Við það leituðu bílakaupendur á önnur og ódýrari mið, þó sérstaklega til japanskra og sparneytnari bíla. Bandarísku framleiðendurnir gripu til ýmissa ráða, meðal annars með uppsögnum á tugþúsundum starfsmanna og lokun verksmiðja í hagræðingaskyni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira