Sjóliðunum sleppt 4. apríl 2007 18:00 Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Segja má að þessari sérkennilegu deilu hafi lokið jafn óvænt og hún hófst fyrir tæpum hálfum mánuði síðan þegar sjóliðarnir fimmtán voru teknir í Shatt al-Arab-ósnum vegna meintra landhelgisbrota. Til tíðinda dró á blaðamannafundi sem Ahmadinejad forseti Írans hélt í dag, raunar ekki fyrr en hann var búinn að ræða um landsins gagn og nauðsynjar í hálfa aðra klukkustund. Þá greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að falla frá lögsókn á hendur sjóliðunum - enda þótt full ástæða hefði verið til hins gagnstæða - og sleppa þeim. Þetta væri gjöf til Bretlands. Þessi gjöf sagði forsetinn færða fram þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hefði ekki haft dug í sér til að viðurkenna að sjóliðarnir hefðu siglt inn í íranska lögsögu. Á sinn leikræna hátt biðlaði hann svo til breskra ráðamanna að sýna sjóliðunum miskunn fyrir að hafa játað brot sín í sjónvarpi. Eftir fundinn hitti svo forseti sjóliðana fimmtán, heilsaði þeim og gerði að gamni sínu við þá. Þeir þökkuðu honum á móti fyrir þá mildi sem hann hefði sýnt þeim. Viðbrögð breskra ráðamanna við að deilan væri leyst hafa verið jákvæð en að því er virðist örlítið blendin. Sjóliðarnir eru nú komnir í breska sendiráðið í Teheran og er búist við að þeir fljúgi til síns heima á morgun Erlent Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Segja má að þessari sérkennilegu deilu hafi lokið jafn óvænt og hún hófst fyrir tæpum hálfum mánuði síðan þegar sjóliðarnir fimmtán voru teknir í Shatt al-Arab-ósnum vegna meintra landhelgisbrota. Til tíðinda dró á blaðamannafundi sem Ahmadinejad forseti Írans hélt í dag, raunar ekki fyrr en hann var búinn að ræða um landsins gagn og nauðsynjar í hálfa aðra klukkustund. Þá greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að falla frá lögsókn á hendur sjóliðunum - enda þótt full ástæða hefði verið til hins gagnstæða - og sleppa þeim. Þetta væri gjöf til Bretlands. Þessi gjöf sagði forsetinn færða fram þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hefði ekki haft dug í sér til að viðurkenna að sjóliðarnir hefðu siglt inn í íranska lögsögu. Á sinn leikræna hátt biðlaði hann svo til breskra ráðamanna að sýna sjóliðunum miskunn fyrir að hafa játað brot sín í sjónvarpi. Eftir fundinn hitti svo forseti sjóliðana fimmtán, heilsaði þeim og gerði að gamni sínu við þá. Þeir þökkuðu honum á móti fyrir þá mildi sem hann hefði sýnt þeim. Viðbrögð breskra ráðamanna við að deilan væri leyst hafa verið jákvæð en að því er virðist örlítið blendin. Sjóliðarnir eru nú komnir í breska sendiráðið í Teheran og er búist við að þeir fljúgi til síns heima á morgun
Erlent Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira