Endurspeglar pólitíska gjá 4. apríl 2007 19:30 Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Pelosi er valdamesti einstaklingurinn úr stjórnkerfi Bandaríkjanna sem heimsækir Sýrland í rúm tvö ár. Kuldi hefur ríkt í samskiptum ríkjanna frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum og eftir að stjórnvöld í Washington tóku að saka Sýrlendinga um að kynda undir ólguna í Írak má segja að þau hafi farið vel niður fyrir frostmark. Því þarf ekki að koma á óvart að repúblikanar séu Pelosi gramir fyrir þetta framtak hennar, sem hún segir raunar gert til að fá Sýrlendinga til að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið í Mið-Austurlöndum. George Bush sagði í gær að með heimsókninni græfi Pelosi undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og léti Assad halda að stjórn hans nyti alþjóðlegrar viðurkenningar þegar hún væri í raun útlagastjórn sem styddi hryðjuverkasamtök um öll Mið-Austurlönd. Pelosi hefur látið þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Í morgun fundaði hún með Bashir Assad, Sýrlandsforseta, og fullyrti í kjölfar þess fundar að hann væri reiðubúinn til friðarviðræðna við Ísraela. Ísraelar svöruðu að bragði að slíkar viðræður færu aðeins fram að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fáir gera sér grillur um að ferðalag Pelosi skili raunverulegum árangri, það endurspeglar mun fremur valdabaráttuna á milli demókrata og repúblikana, nú þegar hálft annað ár er eftir af kjörtímabili George Bush. Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Pelosi er valdamesti einstaklingurinn úr stjórnkerfi Bandaríkjanna sem heimsækir Sýrland í rúm tvö ár. Kuldi hefur ríkt í samskiptum ríkjanna frá því að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum og eftir að stjórnvöld í Washington tóku að saka Sýrlendinga um að kynda undir ólguna í Írak má segja að þau hafi farið vel niður fyrir frostmark. Því þarf ekki að koma á óvart að repúblikanar séu Pelosi gramir fyrir þetta framtak hennar, sem hún segir raunar gert til að fá Sýrlendinga til að leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið í Mið-Austurlöndum. George Bush sagði í gær að með heimsókninni græfi Pelosi undan utanríkisstefnu Bandaríkjanna og léti Assad halda að stjórn hans nyti alþjóðlegrar viðurkenningar þegar hún væri í raun útlagastjórn sem styddi hryðjuverkasamtök um öll Mið-Austurlönd. Pelosi hefur látið þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Í morgun fundaði hún með Bashir Assad, Sýrlandsforseta, og fullyrti í kjölfar þess fundar að hann væri reiðubúinn til friðarviðræðna við Ísraela. Ísraelar svöruðu að bragði að slíkar viðræður færu aðeins fram að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Fáir gera sér grillur um að ferðalag Pelosi skili raunverulegum árangri, það endurspeglar mun fremur valdabaráttuna á milli demókrata og repúblikana, nú þegar hálft annað ár er eftir af kjörtímabili George Bush.
Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira