Leiðtogar minnast Jeltsíns Óli Tynes skrifar 24. apríl 2007 11:09 Boris Jeltsín var lífsglaður maður, á stundum. MYND/AP Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þjóðarleiðtogar bæði fyrrverandi og núverandi hafa farið hlýjum orðum um Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rússlands, sem lést í gær. Hér tala nokkrir þeirra. VLADIMIR PUTIN; Maður er látinn sem færði okkur nýja tíma. Nýtt, lýðræðislegt, Rússland varð til. Frjálst ríki sem er opið heiminum. Ríki þar sem valdið er sannarlega í höndum fólksins. BILL CLINTON; Örlögin völdu honum erfiða tíma til þess að stjórna. En sagan mun fara um hann mildum höndum því hann var hugrakkur og staðfastur í stóru málunum. Friði, frelsi og framförum. MIKAEL GORBACHEV; Ég sendi dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hins látna. Á hans herðum voru stóratburðir sem urðu landinu til góðs. Og alvarleg mistök. Sorgleg örlög. TONY BLAIR; Ég heyrði með söknuði af láti Jeltsíns, fyrrverandi forseta. Hann var stórmerkur maður, sem sá þörfina fyrir lýðræðislegar- og efnahagslegar úrbætur. Með því að standa vörð um þær gegndi hann lykilhlutverki á mikilvægu augnabliki í sögu Rússlands. JACQUES CHIRAC, FORSETI FRAKKLANDS; Hann lagði alla orku sína, örlæti og vilja í að breyta Rússlandi. Til þess að skapa nútímalegt lýðræðisríki, gefa þjóðinni mannréttindi og frelsi og endurreisa efnahag landsins. ANGELA MERKEL, KANSLARI ÞÝSKALANDS; Boris Jeltsín var mikill persónuleiki bæði í rússneskum og alþjóðlegum stjórnmálum. Hann var hugrakkur baráttumaður fyrir lýðræði og frelsi og sannur vinur Þýskalands. Framlag hans til þróunar sambands landa okkar gleymist aldrei. Við munum heiðra hann í hjörtum okkar. JOHN MAJOR, FYRRVERANDI FORSÆTISRÁÐHERRA BRETLANDS; Þegar hann stóð uppi á skriðdreka og talaði um lýðræði og framtíð Rússlands, sýndi hann sig að vera gríðarlega hugrakkur maður. VÍTÁTAS LANDSBERGIS, FYRSTI FORSETI LITHÁENS; Jeltsín var vænn maður og hann þoldi ekki pólitísk hrossakaup. Það var gott fyrir Eystrasaltsríkin að hann skyldi verða forseti. Það var Rússland Jeltsíns sem viðurkenndi sjálfstæði Litháens með því að undirrita tvíhliða samning við okkur sumarið 1991. Hann kom líka okkur til varnar þegar Gorbachev lét sovéska hermenn ráðast á opinberar byggingar í Vilnius. HELMUT KOHL, FYRRVERANDI KANSLARI ÞÝSKALANDS; Ég gleymi því aldrei hvernig hann stjórnaði brottflutningi rússneskra hermanna frá Þýskalandi. Fyrir það verða Þjóðverjar honum ævinlega þakklátir.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira