Óttast heittrúaðan forseta Guðjón Helgason skrifar 29. apríl 2007 18:45 Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Fjölmenni var í miðborg Istanbúl í dag. Vildu þeir sem þar voru komnir leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálum yrði haldið frá trúarbrögðum og trúmálum. Forsetinn er sameiningartákn tyrknesku þjóðarinnar en að mestu valdalítill. Hann getur þó neitað að samþykkja lög og vísað þeim til þjóðarinnar. Hann skipar dómara og ýmsa háttsetta embættismenn og er æðsti yfirmaður tyrkneska hersins. Þingið velur forseta. Aðeins má gegna embættinu í eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Frambjóðandi þarf tvo þriðju atkvæða til að hreppa hnossið en gangi það ekki eftir þegar kosið hefur verið tvisvar þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju atkvæðagreiðslu. Gangi það ekki eftir þarf að kjósa í fjórða sinn og ef enn fæst ekki niðurstaða þarf að boða til þingkosninga. Hinn umdeildi Abdullah Gul, untanríkisráðherra, er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra en flokkurinn höfðar mjög til trúrækina múslima í Tyrklandi. Stjórnmálaskýrendur segja Gul í sterkum tengslum við trú sína og benda á að ef hann verði fyrir valinu verði kona hans fyrsta forsetafrú Tyrklands til að ganga með hefðbundna slæðu múslimakvenna. Gul var nærri því að fá tilskilin fjölda atkvæða á föstudaginn og aftur verður kosið eftir helgi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vill að þegar verði boðað til þingkosninga. Stjórnlagadómstóll er með þá kröfu til meðferðar og tekur afstöðu í vikunni. Forvígismenn atvinnulífsins í Tyrklandi tóku í dag undir kröfu stjórnarandstöðunnar og vilja nýjar kosningar. Óttinn meðal þeirra og annarra Tyrkja er að herinn grípi í taumana til að koma í veg fyrir að veraldlegt stjórnkerfi landsins blandist trúarbrögðum. Erlent Fréttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Sjá meira
Mörg hundruð þúsund Tyrkir tóku komu saman í miðborg Istanbúls í dag til að sýna stuðning við veraldlega stjórnarhætti í landinu. Margir Tyrkir óttast að heittrúaður múslimi verði valinn forseti og vilja allt gera til að koma í veg fyrir það. Fjölmenni var í miðborg Istanbúl í dag. Vildu þeir sem þar voru komnir leggja áherslu á mikilvægi þess að stjórnmálum yrði haldið frá trúarbrögðum og trúmálum. Forsetinn er sameiningartákn tyrknesku þjóðarinnar en að mestu valdalítill. Hann getur þó neitað að samþykkja lög og vísað þeim til þjóðarinnar. Hann skipar dómara og ýmsa háttsetta embættismenn og er æðsti yfirmaður tyrkneska hersins. Þingið velur forseta. Aðeins má gegna embættinu í eitt kjörtímabil sem er sjö ár. Frambjóðandi þarf tvo þriðju atkvæða til að hreppa hnossið en gangi það ekki eftir þegar kosið hefur verið tvisvar þarf aðeins einfaldan meirihluta í þriðju atkvæðagreiðslu. Gangi það ekki eftir þarf að kjósa í fjórða sinn og ef enn fæst ekki niðurstaða þarf að boða til þingkosninga. Hinn umdeildi Abdullah Gul, untanríkisráðherra, er frambjóðandi stjórnarflokks Erdogans forsætisráðherra en flokkurinn höfðar mjög til trúrækina múslima í Tyrklandi. Stjórnmálaskýrendur segja Gul í sterkum tengslum við trú sína og benda á að ef hann verði fyrir valinu verði kona hans fyrsta forsetafrú Tyrklands til að ganga með hefðbundna slæðu múslimakvenna. Gul var nærri því að fá tilskilin fjölda atkvæða á föstudaginn og aftur verður kosið eftir helgi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni og vill að þegar verði boðað til þingkosninga. Stjórnlagadómstóll er með þá kröfu til meðferðar og tekur afstöðu í vikunni. Forvígismenn atvinnulífsins í Tyrklandi tóku í dag undir kröfu stjórnarandstöðunnar og vilja nýjar kosningar. Óttinn meðal þeirra og annarra Tyrkja er að herinn grípi í taumana til að koma í veg fyrir að veraldlegt stjórnkerfi landsins blandist trúarbrögðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Sjá meira