Herskip mögulega við landið til lengri tíma Bryndís Hólm skrifar 30. apríl 2007 18:54 Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland. Sverre Diesen, yfirmaður norska hersins, er ánægður með samninginn sem náðst hefur um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna á friðartímum. Hann segir ljóst að Ísland sé aðili að NATO og Norðmenn líti svo á að það sé mikilvægt að getað stundað æfingar á öllum þeim svæðum sem heyri undir NATO. Hann er spenntur fyrir þeim möguleika að æfa á þessum svæðum, fyrir norska herinn sé það áhugaverður möguleiki og spennandi áskorun. Diesen segir að rætt hafi veirð um að nota herþotur og flugvélar til að byrja með, sem geti komið til Íslands og tekið þátt í æfingum í grennd við Ísland, þar sem útgangspunkurinn yrði Keflavík, ásamt vélum frá öðrum NATO-ríkjum. Það kæmi líka til greina að hafa herskip, sem yrðu til staðar á svæðinu, en það velti á því um hvers konar heræfingar yrði að ræða. Jan Pettersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins, segir jákvætt að efla samstarf þjóðanna. Hvað varðar þá umræðu um að Íslendingar geti komið betur til móts við Norðmenn í umdeildum málum nú þegar samstarf verði nánara segir hann að flókin ágreiningsmál verði leyst á sinn hátt, þau falli ekki undir samninginn um varnarsamstarf landanna. Að hans mati hafi Noregur komið mikið til móts við Ísland, sérstaklega í tengslum við síldarsamningana. Pettersen hefði ekki gengið svo langt eins og norska ríkisstjórnin hafi gert í þeim efnum. Hann telji Norðmenn eiga rétt á stærri hlut en þeir hafi samþykkt. Viðtölin við Diesen og Pettersen er hægt að sjá í fullri lengd hér að neðan. Þau eru ótextuð en hægt er að sjá þýðinguna á þeim í meðfylgjandi skjölum sem má einnig finna hér að neðan. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland. Sverre Diesen, yfirmaður norska hersins, er ánægður með samninginn sem náðst hefur um varnarsamstarf Íslendinga og Norðmanna á friðartímum. Hann segir ljóst að Ísland sé aðili að NATO og Norðmenn líti svo á að það sé mikilvægt að getað stundað æfingar á öllum þeim svæðum sem heyri undir NATO. Hann er spenntur fyrir þeim möguleika að æfa á þessum svæðum, fyrir norska herinn sé það áhugaverður möguleiki og spennandi áskorun. Diesen segir að rætt hafi veirð um að nota herþotur og flugvélar til að byrja með, sem geti komið til Íslands og tekið þátt í æfingum í grennd við Ísland, þar sem útgangspunkurinn yrði Keflavík, ásamt vélum frá öðrum NATO-ríkjum. Það kæmi líka til greina að hafa herskip, sem yrðu til staðar á svæðinu, en það velti á því um hvers konar heræfingar yrði að ræða. Jan Pettersen, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs og formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins, segir jákvætt að efla samstarf þjóðanna. Hvað varðar þá umræðu um að Íslendingar geti komið betur til móts við Norðmenn í umdeildum málum nú þegar samstarf verði nánara segir hann að flókin ágreiningsmál verði leyst á sinn hátt, þau falli ekki undir samninginn um varnarsamstarf landanna. Að hans mati hafi Noregur komið mikið til móts við Ísland, sérstaklega í tengslum við síldarsamningana. Pettersen hefði ekki gengið svo langt eins og norska ríkisstjórnin hafi gert í þeim efnum. Hann telji Norðmenn eiga rétt á stærri hlut en þeir hafi samþykkt. Viðtölin við Diesen og Pettersen er hægt að sjá í fullri lengd hér að neðan. Þau eru ótextuð en hægt er að sjá þýðinguna á þeim í meðfylgjandi skjölum sem má einnig finna hér að neðan.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira