Tíu ár frá sigri Verkamannaflokksins 1. maí 2007 19:00 Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742. Erlent Fréttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Sjá meira
Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742.
Erlent Fréttir Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Sjá meira