Ferfætta brúðurin fallin frá Óli Tynes skrifar 4. maí 2007 09:27 Það ríkir sorg á heimili Rósu. Frægasta geit Súdans hefur safnast til feðra sinna. Hún hét Rósa. Rósa varð fræg fyrir það að maður að nafni Charles Tombe var neyddur til að kvænast henni. Tombe var gripinn þar sem hann var í áköfum samförum við Rósu. Svo áköfum að eigandi hennar vaknaði af værum blundi og stóð hann að verki. BBC fréttastofan sagði fyrst frá þessu á síðasta ári. Af einhverjum ástæðum fór þessi saga annan hring í kring um heiminn í síðustu viku. Þegar geitasagan fór aftur að skjóta upp kollinum (hornunum ?) sem mest lesna fréttin á fréttavef BBC urðu menn þar undrandi. Fréttin hafði ekki verið endurbirt eða endurskrifuð. Og hundrað þúsund lesendur á dag voru að smella á hana. Málið var því kannað og það kom í ljós að fréttin hafði eignast sitt eigið líf. Einhver lesandi hafði lesið fréttina, haldið að hún væri ný og sent hana til vina sinna. Sem sendu hana til vina sinna. Sem sendu hana......þið skiljið. Og allir skelltu sér á fréttavef BBC til þess að frétta meira. Allt þetta umstang varð til þess að BBC þótti rétt að fylgja fréttinni eftir. Athuga til dæmis hvort hjónabandið hefði enst. Fréttaritarar BBC í Afríku voru ræstir út til þess að hafa upp á hjónunum. Það kom í ljós að það hafði orðið sorgaratburður á heimilinu. Brúðurin var látin. Talið er að banamein hennar hafi verið stór plastpoki sem hún gleypti þegar hún sat að kvöldverði á ruslahaug í borginni Júba, sem er höfuðborg Suður-Súdans. Eiginmaðurinn Charles Tombe var hinsvegar við góða heilsu. Og einnig kiðlingurinn sem Rósa eignaðist áður en hún féll frá. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Frægasta geit Súdans hefur safnast til feðra sinna. Hún hét Rósa. Rósa varð fræg fyrir það að maður að nafni Charles Tombe var neyddur til að kvænast henni. Tombe var gripinn þar sem hann var í áköfum samförum við Rósu. Svo áköfum að eigandi hennar vaknaði af værum blundi og stóð hann að verki. BBC fréttastofan sagði fyrst frá þessu á síðasta ári. Af einhverjum ástæðum fór þessi saga annan hring í kring um heiminn í síðustu viku. Þegar geitasagan fór aftur að skjóta upp kollinum (hornunum ?) sem mest lesna fréttin á fréttavef BBC urðu menn þar undrandi. Fréttin hafði ekki verið endurbirt eða endurskrifuð. Og hundrað þúsund lesendur á dag voru að smella á hana. Málið var því kannað og það kom í ljós að fréttin hafði eignast sitt eigið líf. Einhver lesandi hafði lesið fréttina, haldið að hún væri ný og sent hana til vina sinna. Sem sendu hana til vina sinna. Sem sendu hana......þið skiljið. Og allir skelltu sér á fréttavef BBC til þess að frétta meira. Allt þetta umstang varð til þess að BBC þótti rétt að fylgja fréttinni eftir. Athuga til dæmis hvort hjónabandið hefði enst. Fréttaritarar BBC í Afríku voru ræstir út til þess að hafa upp á hjónunum. Það kom í ljós að það hafði orðið sorgaratburður á heimilinu. Brúðurin var látin. Talið er að banamein hennar hafi verið stór plastpoki sem hún gleypti þegar hún sat að kvöldverði á ruslahaug í borginni Júba, sem er höfuðborg Suður-Súdans. Eiginmaðurinn Charles Tombe var hinsvegar við góða heilsu. Og einnig kiðlingurinn sem Rósa eignaðist áður en hún féll frá.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira