Skilaboð frá Bandaríkjunum Eva Bergþóra Guðbergsdóttir skrifar 12. maí 2007 20:00 Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Woodward, sem fyrstur varð frægur þegar hann fletti ofan af Watergate-málinu fyrir Washington Post, og Rather er reynslubolti úr heimi bandarískra sjónvarpsfrétta. Þeir voru báðir tilbúnir að samþykkja ákveðin mistök blaðamanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Woodward sagði að einna helst fælust þau í því að ekki hefði vrið nægilega rætt um hvað það væri í raun mikið mál fyrir þjóð að fara í stríð. Rather tók undir að þjóðarandinn í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hefði haft áhrif. Rather segir þó ekki eingöngu duga að horfa á blaðamenn, aðgangshörð blaðamennska þrífist bara með stuðningi almennings. Woodward virtist taka því persónulega þegar talið barst að þeim sem gagnrýndu blaðamenn í dag fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um stríðið í Írak. Hann sagði umfjöllun mikla. Í blaði hans, Washington Post, heðfi á dögunum verið umfjöllun um verkefni írösku ríkisstjórnarinnar. Það sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, þurfi að leysa sé meðal annars olíudreifing og gerð stjórnarskárs, svo eitthvað sé nefnt og það sé langt frá því leyst. Þessar goðsagnir nútíma blaðamennsku segja mikilvægt að halda ákveðinni fjarlægð frá umfjöllunarefninu. Rather segir í Washington hafi sumir fjölmiðlamenn fallið í þá gryfju að vingast um of við heimildarmenn og sumir þurft að greiða mikið óeiginlegt gjald fyrir aðgang að heimildum. Þegar rætt er um hver stærsta ógnin við lýðræðinu sé segir Woodward svarið einfalt. Það sem skaði lýðræðið sé ríkisstjórn sveipuð skugga. Sá sem hafi sagt að lýðræðið deyji í myrkrinu hafi haft rétt fyrir sér. Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega. Woodward, sem fyrstur varð frægur þegar hann fletti ofan af Watergate-málinu fyrir Washington Post, og Rather er reynslubolti úr heimi bandarískra sjónvarpsfrétta. Þeir voru báðir tilbúnir að samþykkja ákveðin mistök blaðamanna í aðdraganda Íraksstríðsins. Woodward sagði að einna helst fælust þau í því að ekki hefði vrið nægilega rætt um hvað það væri í raun mikið mál fyrir þjóð að fara í stríð. Rather tók undir að þjóðarandinn í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 hefði haft áhrif. Rather segir þó ekki eingöngu duga að horfa á blaðamenn, aðgangshörð blaðamennska þrífist bara með stuðningi almennings. Woodward virtist taka því persónulega þegar talið barst að þeim sem gagnrýndu blaðamenn í dag fyrir gagnrýnislausa umfjöllun um stríðið í Írak. Hann sagði umfjöllun mikla. Í blaði hans, Washington Post, heðfi á dögunum verið umfjöllun um verkefni írösku ríkisstjórnarinnar. Það sem Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, þurfi að leysa sé meðal annars olíudreifing og gerð stjórnarskárs, svo eitthvað sé nefnt og það sé langt frá því leyst. Þessar goðsagnir nútíma blaðamennsku segja mikilvægt að halda ákveðinni fjarlægð frá umfjöllunarefninu. Rather segir í Washington hafi sumir fjölmiðlamenn fallið í þá gryfju að vingast um of við heimildarmenn og sumir þurft að greiða mikið óeiginlegt gjald fyrir aðgang að heimildum. Þegar rætt er um hver stærsta ógnin við lýðræðinu sé segir Woodward svarið einfalt. Það sem skaði lýðræðið sé ríkisstjórn sveipuð skugga. Sá sem hafi sagt að lýðræðið deyji í myrkrinu hafi haft rétt fyrir sér.
Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira