Watson segir öllum ráðum beitt 15. maí 2007 18:30 Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Rúm tuttugu ár eru frá því að Sea Sheperd-menn létu síðast að sér kveða á Íslandi en þá sökktu þeir hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Nú telja Paul Watson og menn hans kominn tíma til að endurnýja kynnin við Íslendinga því í morgun lagði skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu hingað til lands. Áætlun samtakanna ber hið mikilúðlega heiti Ragnarök, sem samkvæmt íslenskri orðabók þýðir heimsslit, og markmið hennar er að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga í sumar. Skipið hefur undanfarna mánuði siglt um Suðurhöf og truflað hvalveiðar Japana, meðal annars með því að sigla á skip þeirra Paul Watson segir að svipuðum aðferðum verði beitt hér í sumar. "Við munum beita beinni íhlutun á sama hátt og þegar við stöðvuðum japönsku hvalveiðiskipin á Suðuríshafinu núna í janúar. Ætlið þið að beita ofbeldi eins og þið gerðuð þar? Við beitum aldrei ofbeldi. Það er ekki ofbeldi að hindra ólöglega notkun eigna. Svo þú lítur ekki á það sem ofbeldi að sigla á önnur skip? Mér finnst að það verði stöðva skip sem eru notuð á ólöglegan hátt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þau. Það sem Íslendingar eru að gera er brot á alþjóðalögum." Watson var vísað úr landi á sínum tíma og er í ótímabundnu endurkomubanni. Ekki er að heyra að það valdi honum áhyggjum. "Við stóðum uppi í hárinu á Rússum úti fyrir Síberíu á Sovéttímanum. Við lentum í átökum við Norðmenn í norsku landhelginni og við Færeyinga í færeysku landhelginni. Svo við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Eruð þið ekkert hrædd við íslensku landhelgisgæsluna? Nei, það erum við ekki. Þegar maður hefur tekist á við sovéska flotann erum við ekki hrædd við íslensku landhelgisgæsluna." Búist er við að skipið verði komið hingað til lands eftir um það bil mánaðar siglingu. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd og að sögn formælanda hennar getur hún gripið til ýmissa ráða gegn hugsanlegum lögbrjótum, hvort heldur innan 12 mílna landhelginnar eða 200 mílna efnahagslögsögunnar. Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Rúm tuttugu ár eru frá því að Sea Sheperd-menn létu síðast að sér kveða á Íslandi en þá sökktu þeir hvalbátum í Reykjavíkurhöfn og unnu spellvirki í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Nú telja Paul Watson og menn hans kominn tíma til að endurnýja kynnin við Íslendinga því í morgun lagði skip samtakanna, Farley Mowat, af stað frá Ástralíu hingað til lands. Áætlun samtakanna ber hið mikilúðlega heiti Ragnarök, sem samkvæmt íslenskri orðabók þýðir heimsslit, og markmið hennar er að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga í sumar. Skipið hefur undanfarna mánuði siglt um Suðurhöf og truflað hvalveiðar Japana, meðal annars með því að sigla á skip þeirra Paul Watson segir að svipuðum aðferðum verði beitt hér í sumar. "Við munum beita beinni íhlutun á sama hátt og þegar við stöðvuðum japönsku hvalveiðiskipin á Suðuríshafinu núna í janúar. Ætlið þið að beita ofbeldi eins og þið gerðuð þar? Við beitum aldrei ofbeldi. Það er ekki ofbeldi að hindra ólöglega notkun eigna. Svo þú lítur ekki á það sem ofbeldi að sigla á önnur skip? Mér finnst að það verði stöðva skip sem eru notuð á ólöglegan hátt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þau. Það sem Íslendingar eru að gera er brot á alþjóðalögum." Watson var vísað úr landi á sínum tíma og er í ótímabundnu endurkomubanni. Ekki er að heyra að það valdi honum áhyggjum. "Við stóðum uppi í hárinu á Rússum úti fyrir Síberíu á Sovéttímanum. Við lentum í átökum við Norðmenn í norsku landhelginni og við Færeyinga í færeysku landhelginni. Svo við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Eruð þið ekkert hrædd við íslensku landhelgisgæsluna? Nei, það erum við ekki. Þegar maður hefur tekist á við sovéska flotann erum við ekki hrædd við íslensku landhelgisgæsluna." Búist er við að skipið verði komið hingað til lands eftir um það bil mánaðar siglingu. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd og að sögn formælanda hennar getur hún gripið til ýmissa ráða gegn hugsanlegum lögbrjótum, hvort heldur innan 12 mílna landhelginnar eða 200 mílna efnahagslögsögunnar.
Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira