Þekkt seglskip brann í Lundúnum Guðjón Helgason skrifar 21. maí 2007 19:30 Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Seglskipið Cutty Sark var smíðað í Skotlandi árið 1869 og var eitt það síðasta sinnar tegundar. Skipið var afar hraðskreitt og notað til að flytja te frá Kína til Bretlands. Þegar gufuskip voru tekin í notkun var það selt til Portúgal og síðan Suður-Afríku. 1922 var það keypt aftur til Bretlands og notað sem æfingaskip. Síðan 1954 hefur Cutty Sark verið í þurrkví í Greenwich í Lundúnum og margir ferðamenn skoðað þetta sögufræga skip þar. Sjóður var stofnaður um rekstur skipsins. Því var lokað fyrir skömmu þegar byrjað var að gera endurbætur á því en járngrind skipsins hafði ryðgað hratt vegna seltu í sjónum. Á fjórða tímanum í nótt var slökkvilið kallað að skipinu en þá logað töluvert í því. Rúma tvo tíma tók að slökkva eldinn. Skemmdir eru miklar en talsmaður Cutty Sark sjóðsins segir skipið ekki ónýtt eins og fyrst var óttast. Það kosti margar milljónir að laga skipið og enduropnun, sem var fyrirhuguð eftir tvö ár tefjist nú um óákveðinn tíma. Vitni hafa sett sig í samband við Lundúnarlögregluna og lýst grunsamlegum ferðum fólks við skipið skömmu áður en eldurinn kviknaði. Lögregla segist því ekki útiloka íkveikju og skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum í næsta nágrenni. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Eitt þekktasta seglskip 19. aldar, Cutty Sark, nær eyðilagðist í miklum bruna í Lundúnum í dag. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í því. Skipið hefur dregið að sér fjölmarga forvitna ferðamenn en er nú skaðbrennt flak. Seglskipið Cutty Sark var smíðað í Skotlandi árið 1869 og var eitt það síðasta sinnar tegundar. Skipið var afar hraðskreitt og notað til að flytja te frá Kína til Bretlands. Þegar gufuskip voru tekin í notkun var það selt til Portúgal og síðan Suður-Afríku. 1922 var það keypt aftur til Bretlands og notað sem æfingaskip. Síðan 1954 hefur Cutty Sark verið í þurrkví í Greenwich í Lundúnum og margir ferðamenn skoðað þetta sögufræga skip þar. Sjóður var stofnaður um rekstur skipsins. Því var lokað fyrir skömmu þegar byrjað var að gera endurbætur á því en járngrind skipsins hafði ryðgað hratt vegna seltu í sjónum. Á fjórða tímanum í nótt var slökkvilið kallað að skipinu en þá logað töluvert í því. Rúma tvo tíma tók að slökkva eldinn. Skemmdir eru miklar en talsmaður Cutty Sark sjóðsins segir skipið ekki ónýtt eins og fyrst var óttast. Það kosti margar milljónir að laga skipið og enduropnun, sem var fyrirhuguð eftir tvö ár tefjist nú um óákveðinn tíma. Vitni hafa sett sig í samband við Lundúnarlögregluna og lýst grunsamlegum ferðum fólks við skipið skömmu áður en eldurinn kviknaði. Lögregla segist því ekki útiloka íkveikju og skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum í næsta nágrenni.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira