Fyrsti fundur Írana og Bandaríkjamanna í 30 ár Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 28. maí 2007 18:35 Íranar og Bandaríkin héldu í morgun fyrsta fund sinn í þrjá áratugi. Öryggismál í Írak voru eina umræðuefni fundarins og ekki var minnst á kjarnorkuáætlun Írana. Bandaríkjamenn vöruðu Írana við að styðja við herskáa öfgahópa í Írak. Erindrekar ríkjanna í Írak, Bandaríkjamaðurinn Ryan Crocker og Íraninn Hassan Kazemi Qomi hittust í Baghdad í morgun. Rætt var um öryggismál Íraka og ofbeldi öfgahópa í landinu. Bandaríkin ásökuðu Írana um að útvega herskáum hópum í írak tækni og stuðning. Eftir fundinn sagði Crocker að Kazemi hafi ekki brugðist við ásökununum en hefði lýst yfir stuðningi við stjórnvöld í Írak. Íranar minntu Bandaríkin á að sem setulið bæru þeir lagalega skyldu til að stuðla að öryggi í landinu. Ekkert lát er á ofbeldi í landinu, en á sama tíma og fundurinn stóð yfir sprakk bílsprengja í Bagdad þar sem 21 létust og sextíu og sex slösuðust. Engin niðurstaða náðist á fundinum og annar var ekki ákveðinn. Fundurinn markar þó tímamót í viðmóti Bandaríkjanna til Íran, en þeir hafa fryst samskipti við Teheran frá árinu 1980. Þess má til gamans geta að Ryan Crocker sendiherra Bandaríkjanna er Íslandsvinur. Á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna fyrir 23 árum, sá hann að Reykjavíkurmaraþon var að hefjast. Hann breytti því miðanum og hljóp maraþonið á þremur klukkustundum, átján mínútum og tuttugu og fimm sekúntum, áður en hann hélt leið sinni áfram til Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Íranar og Bandaríkin héldu í morgun fyrsta fund sinn í þrjá áratugi. Öryggismál í Írak voru eina umræðuefni fundarins og ekki var minnst á kjarnorkuáætlun Írana. Bandaríkjamenn vöruðu Írana við að styðja við herskáa öfgahópa í Írak. Erindrekar ríkjanna í Írak, Bandaríkjamaðurinn Ryan Crocker og Íraninn Hassan Kazemi Qomi hittust í Baghdad í morgun. Rætt var um öryggismál Íraka og ofbeldi öfgahópa í landinu. Bandaríkin ásökuðu Írana um að útvega herskáum hópum í írak tækni og stuðning. Eftir fundinn sagði Crocker að Kazemi hafi ekki brugðist við ásökununum en hefði lýst yfir stuðningi við stjórnvöld í Írak. Íranar minntu Bandaríkin á að sem setulið bæru þeir lagalega skyldu til að stuðla að öryggi í landinu. Ekkert lát er á ofbeldi í landinu, en á sama tíma og fundurinn stóð yfir sprakk bílsprengja í Bagdad þar sem 21 létust og sextíu og sex slösuðust. Engin niðurstaða náðist á fundinum og annar var ekki ákveðinn. Fundurinn markar þó tímamót í viðmóti Bandaríkjanna til Íran, en þeir hafa fryst samskipti við Teheran frá árinu 1980. Þess má til gamans geta að Ryan Crocker sendiherra Bandaríkjanna er Íslandsvinur. Á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna fyrir 23 árum, sá hann að Reykjavíkurmaraþon var að hefjast. Hann breytti því miðanum og hljóp maraþonið á þremur klukkustundum, átján mínútum og tuttugu og fimm sekúntum, áður en hann hélt leið sinni áfram til Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira