Sérhanna barn til lækninga Guðjón Helgason skrifar 1. júní 2007 19:15 Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér. Felix Richardsson er fjögurra ára. Hann þjáist af lífshættulegum arfgengum sjúkdómi og þarf blóðstofnfrumur. Bróðir hans Matthías er níu ára og ekkert hægt að gera fyrir hann nú. Á einu ári hefur hann misst sjón, heyr og mál og lamast vegna sjúkdómsins. Foreldrar þeirra Fredrik og Helena óskuðu eftir því að fá að fósturvísar yrðu sérvaldir til glasafrjóvgunar svo hægt yrði að ala barn sem gæti aðstoðað við meðferðina á Felix. Orðið var við þeirri ósk. Fredrik, faðir Felix og Matthias, segir þetta jákvæða ákvörðun og mikinn létti fyrir fjölskylduna. Þungu fargi sé létt af hjarta hans. Helena, móðir drengjanna, segir bræður og systur geta útvegað blóðstofnfrumur sem veiti betri möguleika á beinmergsskiptum. Það auki lífslíkur Felix. Margt þurfi þó að yfirstíga til að ná takmarkinu. Ný lög frá í fyrra gera þetta mögulegt í Svíþjóð en hvert tilfelli er tekið til meðferðar. Bo Lindblom, formaður Heilbrigðis- og velferðarnefndar, segir mörg rök hafa verið kynnt í málinu og ákvörðunin hafi ekki verið erfið. Þrjár umsóknir hafi borist og upplýsingar frá sérfræðingum skýrar. Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir hjá ART Medica, segir að samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun frá 1996 sé rannsóknir á fósturvísum bannaðar nema í vissum tilvikum. Þær leyfist sem liður í glasafrjóvgunarmeðferð eða ef leitað sé að arfgengum sjúkdómum eða göllum í fósturvísinum sjálfum, sem hafi verið leyft hér. Þórður telur að ósku um annars konar rannsóknir færi líkast til fyrir Vísindasiðanefnd en þær yrðu ekki framkvæmdar hér á landi þó tækni sé til, best sé að leita utan þar sem rannsóknir sem þessar séu gerðar með reglulegu millibili og oft á ári. Lagafrumvarp sem hefði heimilað notkun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var tekið af dagskrá á síðasta degi Alþingis í vor. Það var þá tilbúið til afgreiðslu. Það hefði leyft athuganir á fósturvísum. Erlent Fréttir Vísindi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér. Felix Richardsson er fjögurra ára. Hann þjáist af lífshættulegum arfgengum sjúkdómi og þarf blóðstofnfrumur. Bróðir hans Matthías er níu ára og ekkert hægt að gera fyrir hann nú. Á einu ári hefur hann misst sjón, heyr og mál og lamast vegna sjúkdómsins. Foreldrar þeirra Fredrik og Helena óskuðu eftir því að fá að fósturvísar yrðu sérvaldir til glasafrjóvgunar svo hægt yrði að ala barn sem gæti aðstoðað við meðferðina á Felix. Orðið var við þeirri ósk. Fredrik, faðir Felix og Matthias, segir þetta jákvæða ákvörðun og mikinn létti fyrir fjölskylduna. Þungu fargi sé létt af hjarta hans. Helena, móðir drengjanna, segir bræður og systur geta útvegað blóðstofnfrumur sem veiti betri möguleika á beinmergsskiptum. Það auki lífslíkur Felix. Margt þurfi þó að yfirstíga til að ná takmarkinu. Ný lög frá í fyrra gera þetta mögulegt í Svíþjóð en hvert tilfelli er tekið til meðferðar. Bo Lindblom, formaður Heilbrigðis- og velferðarnefndar, segir mörg rök hafa verið kynnt í málinu og ákvörðunin hafi ekki verið erfið. Þrjár umsóknir hafi borist og upplýsingar frá sérfræðingum skýrar. Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir hjá ART Medica, segir að samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun frá 1996 sé rannsóknir á fósturvísum bannaðar nema í vissum tilvikum. Þær leyfist sem liður í glasafrjóvgunarmeðferð eða ef leitað sé að arfgengum sjúkdómum eða göllum í fósturvísinum sjálfum, sem hafi verið leyft hér. Þórður telur að ósku um annars konar rannsóknir færi líkast til fyrir Vísindasiðanefnd en þær yrðu ekki framkvæmdar hér á landi þó tækni sé til, best sé að leita utan þar sem rannsóknir sem þessar séu gerðar með reglulegu millibili og oft á ári. Lagafrumvarp sem hefði heimilað notkun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var tekið af dagskrá á síðasta degi Alþingis í vor. Það var þá tilbúið til afgreiðslu. Það hefði leyft athuganir á fósturvísum.
Erlent Fréttir Vísindi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira