Mótmælt í Rostock Guðjón Helgason skrifar 2. júní 2007 19:00 Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti. Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norðurhluta Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum. Mótmælendur byrjuðu að streyma til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands snemma í morgun og voru þrettán þúsund lögreglumenn viðbúnir komu þeirra. Fundur leiðtoga átta helstu iðnríkja heims hefst í Heiligendamm, um tuttugu og fimm kílómetrum frá Rostock á miðvikudaginn og stendur í þrjá daga. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur þá á móti leiðtogum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanda og Rússlands. Auk þeirra verða fulltrúar Brasilíu, Indlands og Kína á fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Loftslagsmál, aðgerðir gegn úranauðun Írana, aðstoð við fátæk ríki í Afríku og efnahagsmál í víðum skilningi verða á dagskrá á fundinum. Mótmælin í Rostock voru skipulögð með nokkrum fyrirvara og ætlað að hafa áhrif á umræðuna í vikunni. Aðstandendur bjuggust við 100 þúsund manns en lögregla segir mótmælendur um 30 þúsund. Fréttaskýrendur segja fleiri úr þeirra hópi á leið til borgarinnar. Mótmælendur eru sagðir tilheyra 160 samtökum, sumir kommúnistar, aðrir anarkistar og enn aðrir umhverfissinnar. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar leið á daginn. Grjóti og flöskum rigndi yfir lögreglu sem svaraði með táragasi og sprautaði á mótmælendur með vatnsþrýstidælum. Um fimm hundruð mótmælendur gerðu þunga atlögu að lögreglumönnum við höfnina í borginni og mikil ringulreið skapast. Aðstandendur mótmælana kölluðu í hátalarakerfi og báðu fólk um að sýna stillingu. Ekki var orðið við því. Fjölmargir mótmælendur voru handteknir í dag en ekki vitað með vissu hve margir. Mótmælendur hafa hreiðrað um sig á stóru engi nærri Rostock í Þýskalandi og talið að enn eigi eftir að fjölga í þeirra hópi. Yfirvöld í borginni óttast að aftur komi til átaka þegar nær dregi leiðtogafundinum. Mótmælt var í Lundúnum í dag en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti.
Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira