Ætla ekki að skrifa undir loftslagssamninga Guðjón Helgason skrifar 6. júní 2007 18:45 Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans. Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla ekki að skrifa undir neina loftslagssamninga á leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims sem hófst í Þýskalandi í dag. Deilan um eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum eins og dökkt þrumuský. Þeir komu til Rostock í austur hluta Þýskalands í gær og í dag, hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum. Þaðan héldu þeir til nærliggjandi strandbæjar, Heiligendamm, þar sem fundað verður fram á föstudag. Svæðið er afgirt með tæplega þriggja kílómetra hárri og tólf kílómetra langri girðingu sem vafin er gaddavír að ofan. Henni er ætlað að varna því að harðsnúnir andstæðingar alþjóðavæðingar og aðrir mótmælendur streymi að fundarstaðnum til að viðra skoðanir sínar með góðu eða illu. Mótmælendur létu í sér heyra þegar upp úr sauð í Rostock um síðustu helgi og í dag streymdu þeir í þúsunda tali eins nálægt fundarstaðnum og þeir komust. Lögregla notaði vatsnþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst alvarlega í átökum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur gert metnaðarfullar tillögur um að nýjum loftslagssamning. Hún ætlar að reyna hvað hún getur til að sannfæra aðra leiðtoga á fundinum um að samþykkja það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 50% frá mælingu árið 1990 og það fyrir árið 2050. Merkel vill einnig að markið verði sett hátt hvað orkunýtni varðar og hún aukin um 20%. Bush Bandaríkjaforseti þakkað kanslaranum fyrir forystu í málinu og sagðist hlakka til að vinna að þessu máli með leiðtogum annarra iðnríkja. Þrátt fyrir þessi orð hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrifa undir neinn loftslagssamning á fundi leiðtoganna - hann sé ekki vettvangur til þess. Í nýrri umhverfisstefnu Bandaríkjaforseta er boðað til fundarraða helstu mengunarríkja þar sem stefnt verði að samkomulagi um takmörkun á útblæstri fyrir 2008. Deilur Rússa og Bandaríkjamanna um eldfalugavarnarkerfi þeirra síðarnefndu í Austur-Evrópu hangir einnig yfir fundinum sem þrumuský. Pútín Rússlandsforseti hótaði því fyrr í vikunni að beina kjarnorkuvopnum Rússa að Evrópu ef áformin gengju eftir en Bush Bandaríkjaforseti reyndi í gær að róa hann. Leiðtogum Bretlands og Frakklands er ekki skemmt vegna málsins og hyggjast eiga opinskáar viðræður við Pútín um hótanir hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira