Umferðaröngþveiti um allt Frakkland Guðjón Helgason skrifar 15. nóvember 2007 12:19 Troðið er í þeim lestum sem þó ganga í Frakklandi. MYND/AP Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu. Vegna verkfallsins hafa margir Frakkar þurft að fresta löngu skipulögðum ferðum milli landshluta og Parísarbúar orðið að ganga eða hjóla til vinnu - sem þykir ekki vænlegt í borginni. Innan við fjórðungur allra lesta í Frakklandi ganga í dag - níutíu af sjö hundruð hraðlestum og aðeins ein af hverjum fimm neðanjarðarlestum í París. Fimmtán strætisvagnar af hverjum hundrað ganga. Deilt er um þá ákvörðun Sarkozys Frakklandsforseta að skerða eftirlaunagreiðslur með nýrri lagasetningu. Vonir kviknuðu um að máli væri að leysast í gær þegar forsetinn sagði forsendur fyrir viðræðum hafa komið fram. Einhver verkalýðsfélög vildu þó ekki hefja viðræðru og því er verkfallið enn í gildi hjá mörgum þeirra. Óvíst er hvort starfsmenn hjá gas- og rafmagnsveitum halda verkfalli sínu áfram mikið lengur en þeir hafa einnig lagt niður vinnu af sömu ástæðu og lestarstjórar og strætisvagnabílstjórar. Búist er við að fleiri starfsstéttir hjá hinu opinbera í Frakklandi leggi niður vinnu á næstu vikum - og því erfiðr tíma framundan hjá Sarkozy. Hann þarf þó ekki að örvænta enn sem komið er. Kannanir sýna að meirihluti almennings styður aðgerðir hans og bölvar verkfallinu. Það getur þó breyst dragist það á langinn. Síðast þegar frönsk ríkisstjórn reyndi að breyta ákvæðum í eftirlaunalögum opinberra starfsmanna 1995 logaði allt í verkföllum í þrjár vikur og neyddist Chirac - þáverandi forseti - til að breyta áæltunum sínum þó stuðningur við hann hafi verið mikill í fyrstu. Lestarstjórar hafa einnig lagt niður vinnu í Þýskalandi í dag vegna þess að viðræður um launahækkanir hafa siglt í strand. Áætlað er að verkfallið standi í minnst tvo sólahringa. Erlent Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Samgöngukerfi Frakklands er lamað annan daginn í röð vegna verkfalls hjá starfsmönnum almenningssamgöngufyrirtækja. Umferðaröngþveiti er mikið og kannanir sýna að meirihluti Frakka hefur enga samúð með þeim sem lagt hafa niður vinnu. Vegna verkfallsins hafa margir Frakkar þurft að fresta löngu skipulögðum ferðum milli landshluta og Parísarbúar orðið að ganga eða hjóla til vinnu - sem þykir ekki vænlegt í borginni. Innan við fjórðungur allra lesta í Frakklandi ganga í dag - níutíu af sjö hundruð hraðlestum og aðeins ein af hverjum fimm neðanjarðarlestum í París. Fimmtán strætisvagnar af hverjum hundrað ganga. Deilt er um þá ákvörðun Sarkozys Frakklandsforseta að skerða eftirlaunagreiðslur með nýrri lagasetningu. Vonir kviknuðu um að máli væri að leysast í gær þegar forsetinn sagði forsendur fyrir viðræðum hafa komið fram. Einhver verkalýðsfélög vildu þó ekki hefja viðræðru og því er verkfallið enn í gildi hjá mörgum þeirra. Óvíst er hvort starfsmenn hjá gas- og rafmagnsveitum halda verkfalli sínu áfram mikið lengur en þeir hafa einnig lagt niður vinnu af sömu ástæðu og lestarstjórar og strætisvagnabílstjórar. Búist er við að fleiri starfsstéttir hjá hinu opinbera í Frakklandi leggi niður vinnu á næstu vikum - og því erfiðr tíma framundan hjá Sarkozy. Hann þarf þó ekki að örvænta enn sem komið er. Kannanir sýna að meirihluti almennings styður aðgerðir hans og bölvar verkfallinu. Það getur þó breyst dragist það á langinn. Síðast þegar frönsk ríkisstjórn reyndi að breyta ákvæðum í eftirlaunalögum opinberra starfsmanna 1995 logaði allt í verkföllum í þrjár vikur og neyddist Chirac - þáverandi forseti - til að breyta áæltunum sínum þó stuðningur við hann hafi verið mikill í fyrstu. Lestarstjórar hafa einnig lagt niður vinnu í Þýskalandi í dag vegna þess að viðræður um launahækkanir hafa siglt í strand. Áætlað er að verkfallið standi í minnst tvo sólahringa.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira