Lögreglan í Belgrad leyfði stuðningsmönnum Bolton að horfa á leik liðsins gegn Rauðu stjörnunni í kvöld.
Nokkrum klukkutímum fyrir leik meinaði lögreglan stuðningsmönnum Bolton á hóteli í Belgrad að yfirgefa hótelið og fara á leikinn.
Bolton mótmælti þessu formlega og sagði enga haldbæra skýringu vera fyrir aðgerðunum.
Embættismenn frá Bretlandi staðfestu að stuðningsmennirnir fengu á endanum að fara á leikinn. Lögreglan þurfti engan að handtaka.