Partí-Hanz rindill við hlið helmassaðs Gaz-manns Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 9. janúar 2008 06:00 Vöðvaðir tónlistarmenn í vanda Gaz-mann hefur bætt á sig 15 kg frá því í undankeppninni en Party-Hanz aðeins sett á sig tvö. Vísir/Anton „Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurovision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mínútu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir og Cerez4 skipi framvarðasveitina hafa bumbuslagararnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félagarnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undirbúningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið - helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenningum steðjar er að Gaz-mann er orðinn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurður hvernig þetta nafn sé til komið - Gaz-mann - segir Egill það einfaldlega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafnið prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitunum mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegger og neitar að upplýsa meira. Eurovision Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurovision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mínútu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir og Cerez4 skipi framvarðasveitina hafa bumbuslagararnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félagarnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undirbúningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið - helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenningum steðjar er að Gaz-mann er orðinn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurður hvernig þetta nafn sé til komið - Gaz-mann - segir Egill það einfaldlega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafnið prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitunum mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegger og neitar að upplýsa meira.
Eurovision Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira