Minna verði upplýst úr sakamáladómum 5. febrúar 2008 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur Ákærðir menn í sakamálum vilja iðulega síður þekkjast eins og þessir sakborningar í Pólstjörnumálinu. Persónuvernd segir álitamál hvort birta eigi nöfn manna í dómum.Fréttablaðið/Eyþór Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífsvernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frumvarp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram. „Eins og gefur að skilja verður ekki undan því vikist að afhenda upplýsingar um þá háttsemi sem ákært er fyrir. Að öðru leyti eru upplýsingar af viðkvæmu tagi, sem er að finna í gögnum frá dómstólum, til dæmis um heilsuhagi, oft og einatt þess eðlis að rétt er að afmá þær úr gögnum dómstóla áður en þau eru afhent utanaðkomandi aðilum eða birt opinberlega,“ segir í umögn Persónuverndar. „Er þá eðlilegt að litið sé til þess hvort þær séu nauðsynlegar þeim sem fær gögn afhent – eða kynnir sér dóm á til dæmis vefsíðu – til að átta sig á því hvers vegna dómstóll hafi komist að tiltekinni niðurstöðu.“ Sem dæmi um tilvik þar sem reynt geti á þetta atriði nefnir Persónuvernd þegar í dómum eru birtar mjög ítarlegar heilsufarsupplýsingar, svo sem um andlegt heilsufar hins ákærða eða áverka brotaþola í smæstu smáatriðum. „Er þá álitamál hvort í raun þurfi að veita aðgang að þessum upplýsingum til að utanaðkomandi geti áttað sig á dómsforsendum,“ segir Persónuvernd og bætir við: „Að auki er það mikið álitamál hversu langt skuli ganga í að afhenda eða birta persónuauðkenni sakborninga, brotaþola og vitna, svo sem nöfn og kennitölur, og hvort slíkt sé í raun almennt nauðsynlegt til að tilganginum með því að gera gögn dómstóla aðgengileg verði náð. Sé ákærði mjög ungur að árum getur verið sérstaklega umdeilanlegt að gera persónuaðkenni hans aðgengileg. Sé um að ræða sifjaspell getur og birting nafna og kennitalna verið mjög viðkvæm, en til þess og ýmissa fleiri atriða hefur raunar lengi verið litið við birtingu dóma hér á landi,“ segir stofnunin og bendir á að það séu viðkvæmar persónuupplýsingar hvort menn hafi verið grunaðir, kærðir, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverðan verknað. Persónuvernd gerir sérstaka athugasemd við að í frumvarpi dómsmálaráðherra sé ekki getið um birtingu dóma á heimasíðum dómstólanna á netinu. „Í ljósi þess að slík birting hefur nú tíðkast um nokkurt skeið má hins vegar telja æskilegt að um hana sé fjallað í lögum um meðferð sakamála,“ segir stofnunin. Persónuvernd Pólstjörnumálið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífsvernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frumvarp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram. „Eins og gefur að skilja verður ekki undan því vikist að afhenda upplýsingar um þá háttsemi sem ákært er fyrir. Að öðru leyti eru upplýsingar af viðkvæmu tagi, sem er að finna í gögnum frá dómstólum, til dæmis um heilsuhagi, oft og einatt þess eðlis að rétt er að afmá þær úr gögnum dómstóla áður en þau eru afhent utanaðkomandi aðilum eða birt opinberlega,“ segir í umögn Persónuverndar. „Er þá eðlilegt að litið sé til þess hvort þær séu nauðsynlegar þeim sem fær gögn afhent – eða kynnir sér dóm á til dæmis vefsíðu – til að átta sig á því hvers vegna dómstóll hafi komist að tiltekinni niðurstöðu.“ Sem dæmi um tilvik þar sem reynt geti á þetta atriði nefnir Persónuvernd þegar í dómum eru birtar mjög ítarlegar heilsufarsupplýsingar, svo sem um andlegt heilsufar hins ákærða eða áverka brotaþola í smæstu smáatriðum. „Er þá álitamál hvort í raun þurfi að veita aðgang að þessum upplýsingum til að utanaðkomandi geti áttað sig á dómsforsendum,“ segir Persónuvernd og bætir við: „Að auki er það mikið álitamál hversu langt skuli ganga í að afhenda eða birta persónuauðkenni sakborninga, brotaþola og vitna, svo sem nöfn og kennitölur, og hvort slíkt sé í raun almennt nauðsynlegt til að tilganginum með því að gera gögn dómstóla aðgengileg verði náð. Sé ákærði mjög ungur að árum getur verið sérstaklega umdeilanlegt að gera persónuaðkenni hans aðgengileg. Sé um að ræða sifjaspell getur og birting nafna og kennitalna verið mjög viðkvæm, en til þess og ýmissa fleiri atriða hefur raunar lengi verið litið við birtingu dóma hér á landi,“ segir stofnunin og bendir á að það séu viðkvæmar persónuupplýsingar hvort menn hafi verið grunaðir, kærðir, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverðan verknað. Persónuvernd gerir sérstaka athugasemd við að í frumvarpi dómsmálaráðherra sé ekki getið um birtingu dóma á heimasíðum dómstólanna á netinu. „Í ljósi þess að slík birting hefur nú tíðkast um nokkurt skeið má hins vegar telja æskilegt að um hana sé fjallað í lögum um meðferð sakamála,“ segir stofnunin.
Persónuvernd Pólstjörnumálið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira