Friður í krafti kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2008 00:01 Tvær af fyrstu ferðum mínum sem utanríkisráðherra á erlenda grundu voru til Afríku annars vegar og Mið-Austurlanda hins vegar. Ástæðan var sú að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála, auk þess sem ríkisstjórnin harmaði þar stríðsreksturinn í Írak. Í arf frá fyrri ríkisstjórnum fengum við það verkefni að leiða til lykta með sóma framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Ísland fer nú með forystuhlutverk fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríki í Alþjóðabankanum. Andspænis slíkum verkefnum dugir ekki annað en að kynnast frá fyrstu hendi aðstæðum og bakgrunni brýnustu úrlausnarefna þessara alþjóðastofnana, bakgrunni þeirra mála sem stöðugt eru þar efst á dagskrá. Í ferðinni til Mið-Austurlanda kynnti ég mér sérstaklega aðstæður flóttamanna frá Írak sem þá var talið að væru tvær milljónir, einkum í Jórdaníu og Sýrlandi. Í framhaldinu ákvað Ísland sérstakt fjárframlag til stuðnings þess að írösk flóttabörn kæmust í skóla en móttaka flóttamanna frá Írak var einnig skoðuð. Þá samþykkti ríkisstjórnin í kjölfar ferðarinnar aðgerðaáætlun Íslands um Mið-Austurlönd sem felur m.a. í sér stóraukin framlög til alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka í Palestínu og aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Þannig er Íslendingur nú kominn til starfa í Líbanon fyrir UNWRA flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn og brátt fer jafnréttissérfræðingur til Sýrlands til að starfa þar að málefnum flóttamanna frá Írak. Staða stríðandi fylkingaMið-Austurlönd eru púðurtunna heimsins og enginn getur lokað augum fyrir mikilvægi þess að deilan um hernumdu svæðin fái varanlega úrlausn. Formlegt friðarferli hófst í Annapolis í nóvember en það hefur enn ekki leitt til stillu á svæðinu, þvert á móti hefur ástandið versnað. Það eru vonbrigði að Ísraelsmenn hafi ekki linað tökin á hernumdu svæðunum. Í símtali við Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels fyrir nokkrum dögum lýsti ég sérstaklega áhyggjum af þeirri hörku sem sýnd er almennum borgurum á Gaza ströndinni. Að sama skapi verður að fordæma auknar eldflaugaárásir frá Gaza sem bitna á almennum borgurum í Ísrael. Hvað þarf til að skapa trúverðugt friðarferli?Alþjóðasamfélagið hefur lært af friðarumleitunum síðustu ára meðal annars á Írlandi og í Líberíu að forsenda árangurs er stuðningur borgaralegs samfélags og aðkoma fleiri en hefðbundinna pólitískra leiðtoga að samningaborði. Aðeins þannig nær hið pólitíska umboð að vera nægilega sterkt til að samningar haldi og aðeins þannig komast þau málefni til umræðu sem breikkað geta myndina og opnað glufur. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skap frið og öryggi í aðildarríkjum og alþjóðasamfélagi. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli reynsluraka sem sanna að með aukinni þátttöku kvenna næst meiri árangur. Ísland hefur gert ályktun 1325 að áherslumáli í framboði sínu til öryggisáðsis. Friðarráð Ísraelskra og Palestínskra kvennaÁ fundi í Betlehem í sumar kynntist ég friðarráði palestínskra og ísraelskra kvenna er kallast International Women"s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace þar sem áhrifakonur frá Palestínu, Ísrael og ýmsum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna taka þátt. Friðarráðið starfar undir verndarvæng UNIFEM og nokkrir kvenleiðtogar, eins og forseti Finnlands, forseti Líberíu og forsætisráðherra Nýja Sjálands eru einnig heiðursfélagar. Í kjölfar ferðar minnar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að bætast í þennan hóp, Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna samfélaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágreiningsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum samkomulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Þær sögðu mér að ekki hafi gengið þrautalaust að ná samningum. Þetta sýni hins vegar að til séu leiðir til úrlausnar auk sem þær vona að reynsla þeirra og þekking komi að notum í samningaferlinu. Ég vil beita mér fyrir því að rödd þessara kvenna fái hljómgrunn á alþjóðavettvangi og hef þegar talað máli þeirra á grundvelli ályktunar öryggisráðsins númer 1325. Helsta áskorunin felst í að finna raunhæfar leiðir til að þetta geti orðið að veruleika. Alþjóðasamfélagið er aðili að friðarferlinu, t.d. í gegnum öryggisráð SÞ, sem gæti, ef viljinn er fyrir hendi, auðveldað aðkomu IWC. Fulltrúar IWC, Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakonu frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru staddar hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins og halda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu miðvikudaginn 20. febrúar. Hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemi þessara samtaka og fá upplýsingar um ástandið á hernumdu svæðunum og í Ísrael frá fyrstu hendi.Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Tvær af fyrstu ferðum mínum sem utanríkisráðherra á erlenda grundu voru til Afríku annars vegar og Mið-Austurlanda hins vegar. Ástæðan var sú að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála, auk þess sem ríkisstjórnin harmaði þar stríðsreksturinn í Írak. Í arf frá fyrri ríkisstjórnum fengum við það verkefni að leiða til lykta með sóma framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Ísland fer nú með forystuhlutverk fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríki í Alþjóðabankanum. Andspænis slíkum verkefnum dugir ekki annað en að kynnast frá fyrstu hendi aðstæðum og bakgrunni brýnustu úrlausnarefna þessara alþjóðastofnana, bakgrunni þeirra mála sem stöðugt eru þar efst á dagskrá. Í ferðinni til Mið-Austurlanda kynnti ég mér sérstaklega aðstæður flóttamanna frá Írak sem þá var talið að væru tvær milljónir, einkum í Jórdaníu og Sýrlandi. Í framhaldinu ákvað Ísland sérstakt fjárframlag til stuðnings þess að írösk flóttabörn kæmust í skóla en móttaka flóttamanna frá Írak var einnig skoðuð. Þá samþykkti ríkisstjórnin í kjölfar ferðarinnar aðgerðaáætlun Íslands um Mið-Austurlönd sem felur m.a. í sér stóraukin framlög til alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka í Palestínu og aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Þannig er Íslendingur nú kominn til starfa í Líbanon fyrir UNWRA flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn og brátt fer jafnréttissérfræðingur til Sýrlands til að starfa þar að málefnum flóttamanna frá Írak. Staða stríðandi fylkingaMið-Austurlönd eru púðurtunna heimsins og enginn getur lokað augum fyrir mikilvægi þess að deilan um hernumdu svæðin fái varanlega úrlausn. Formlegt friðarferli hófst í Annapolis í nóvember en það hefur enn ekki leitt til stillu á svæðinu, þvert á móti hefur ástandið versnað. Það eru vonbrigði að Ísraelsmenn hafi ekki linað tökin á hernumdu svæðunum. Í símtali við Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels fyrir nokkrum dögum lýsti ég sérstaklega áhyggjum af þeirri hörku sem sýnd er almennum borgurum á Gaza ströndinni. Að sama skapi verður að fordæma auknar eldflaugaárásir frá Gaza sem bitna á almennum borgurum í Ísrael. Hvað þarf til að skapa trúverðugt friðarferli?Alþjóðasamfélagið hefur lært af friðarumleitunum síðustu ára meðal annars á Írlandi og í Líberíu að forsenda árangurs er stuðningur borgaralegs samfélags og aðkoma fleiri en hefðbundinna pólitískra leiðtoga að samningaborði. Aðeins þannig nær hið pólitíska umboð að vera nægilega sterkt til að samningar haldi og aðeins þannig komast þau málefni til umræðu sem breikkað geta myndina og opnað glufur. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skap frið og öryggi í aðildarríkjum og alþjóðasamfélagi. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli reynsluraka sem sanna að með aukinni þátttöku kvenna næst meiri árangur. Ísland hefur gert ályktun 1325 að áherslumáli í framboði sínu til öryggisáðsis. Friðarráð Ísraelskra og Palestínskra kvennaÁ fundi í Betlehem í sumar kynntist ég friðarráði palestínskra og ísraelskra kvenna er kallast International Women"s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace þar sem áhrifakonur frá Palestínu, Ísrael og ýmsum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna taka þátt. Friðarráðið starfar undir verndarvæng UNIFEM og nokkrir kvenleiðtogar, eins og forseti Finnlands, forseti Líberíu og forsætisráðherra Nýja Sjálands eru einnig heiðursfélagar. Í kjölfar ferðar minnar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að bætast í þennan hóp, Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna samfélaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágreiningsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum samkomulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Þær sögðu mér að ekki hafi gengið þrautalaust að ná samningum. Þetta sýni hins vegar að til séu leiðir til úrlausnar auk sem þær vona að reynsla þeirra og þekking komi að notum í samningaferlinu. Ég vil beita mér fyrir því að rödd þessara kvenna fái hljómgrunn á alþjóðavettvangi og hef þegar talað máli þeirra á grundvelli ályktunar öryggisráðsins númer 1325. Helsta áskorunin felst í að finna raunhæfar leiðir til að þetta geti orðið að veruleika. Alþjóðasamfélagið er aðili að friðarferlinu, t.d. í gegnum öryggisráð SÞ, sem gæti, ef viljinn er fyrir hendi, auðveldað aðkomu IWC. Fulltrúar IWC, Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakonu frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru staddar hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins og halda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu miðvikudaginn 20. febrúar. Hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemi þessara samtaka og fá upplýsingar um ástandið á hernumdu svæðunum og í Ísrael frá fyrstu hendi.Höfundur er utanríkisráðherra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun