Sigurvegari Músíktilrauna syngur Mozart 27. mars 2008 05:00 Arnór Dan, söngvari rokksveitarinnar Agent Fresco, hefur lært sígildan söng við FÍH undanfarið ár og unir sér vel við námið. Fréttablaðið/Valli „Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýning,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolfgangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni. Arnór komst þó á spjöld íslensku tónlistarsögunnar fyrir allt annað en óperusöng fyrir ekki margt löngu þegar hljómsveit hans Agent Fresco sigraði í Músíktilraunum. Og þótt himinn og haf séu milli tónlistar Fresco og Mozart er Arnór ekki í vafa um að nám hans í sígildum söng hjálpi mikið til. Arnór er víst lýrískur baritónn þótt allt bendi til þess að hann verði tenór í sýningunni. „Ég þarf að hita mig vel upp enda er þetta Mozart, sem þýðir háir tónar,“ segir Arnór. Hann hefur þó ekki rætt þetta nýjasta útspil við félaga sína í hljómsveitinni og er sér það til efs um að þeir muni koma og hlýða á söng hans. „Eða kannski. Og þó, nei, veistu ég held ekki,“ segir Arnór. Óperustudíóið er hálfgert „nemendaleikhús“ Íslensku óperunnar. Ekkert er þó til sparað við að gera sýninguna sem glæsilegasta úr garði en leikstjóri hennar er Ágústa Skúldadóttir. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýning,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolfgangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni. Arnór komst þó á spjöld íslensku tónlistarsögunnar fyrir allt annað en óperusöng fyrir ekki margt löngu þegar hljómsveit hans Agent Fresco sigraði í Músíktilraunum. Og þótt himinn og haf séu milli tónlistar Fresco og Mozart er Arnór ekki í vafa um að nám hans í sígildum söng hjálpi mikið til. Arnór er víst lýrískur baritónn þótt allt bendi til þess að hann verði tenór í sýningunni. „Ég þarf að hita mig vel upp enda er þetta Mozart, sem þýðir háir tónar,“ segir Arnór. Hann hefur þó ekki rætt þetta nýjasta útspil við félaga sína í hljómsveitinni og er sér það til efs um að þeir muni koma og hlýða á söng hans. „Eða kannski. Og þó, nei, veistu ég held ekki,“ segir Arnór. Óperustudíóið er hálfgert „nemendaleikhús“ Íslensku óperunnar. Ekkert er þó til sparað við að gera sýninguna sem glæsilegasta úr garði en leikstjóri hennar er Ágústa Skúldadóttir.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira