Klezmer á konsert 15. október 2008 06:15 Ragnheiður Gröndal, söngkona Það var fullt á sunnudagskvöld í Neskirkju þegar söngsveitin Fílharmónía hélt þar tónleika á sunnudag. Í kvöld gefst öllum þeim sem misstu af sunnudagstónleikunum tækifæri til að mæta og sjá og heyra kórinn flytja þjóðlagatónlist gyðinga frá Austur-Evrópu, klezmer, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi á liðnum árum. Með Fílharmóníunni koma fram systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal og þjóðlagasveit hans. Magnús Ragnarsson er stjórnandi tónleikanna. Þau systkin Haukur og Ragnheiður hafa átt mikinn þátt í að vekja athygli á þessari litríku og fjörugu tónlist hér á landi. Í henni blandast saman forn stef úr trúarlegri tónlist gyðinga við dans- og þjóðlagatónlist Evrópu og Mið-Austurlanda, ekki síst úr grískri og tyrkneskri alþýðutónlist. Haukur Gröndal stofnaði íslensk-dönsku klezmerhljómsveitina Schpilkas, sem hefur gefið út tvær hljómplötur, en Ragnheiður söng með hljómsveitinni. Ragnheiði Gröndal þarf ekki að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Hún hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna og gefið út fjórar sólóplötur sem allar hafa náð miklum vinsældum og sungið með ýmsum hljómsveitum auk Schpilkas. Söngsveitin hélt klezmertónleika með þeim systkinum haustið 2007 sem þóttu takast afar vel. Í hljómsveitinni leika auk Hauks, Erik Qvick á trommur, Matthías Stefánsson á fiðlu, Vadim Fedorov á harmóníku og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 í Neskirkju (við Hagatorg). Miðar fást í versluninni 12 tónum á Skólavörðustíg og við innganginn.- pbb Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Það var fullt á sunnudagskvöld í Neskirkju þegar söngsveitin Fílharmónía hélt þar tónleika á sunnudag. Í kvöld gefst öllum þeim sem misstu af sunnudagstónleikunum tækifæri til að mæta og sjá og heyra kórinn flytja þjóðlagatónlist gyðinga frá Austur-Evrópu, klezmer, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi á liðnum árum. Með Fílharmóníunni koma fram systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal og þjóðlagasveit hans. Magnús Ragnarsson er stjórnandi tónleikanna. Þau systkin Haukur og Ragnheiður hafa átt mikinn þátt í að vekja athygli á þessari litríku og fjörugu tónlist hér á landi. Í henni blandast saman forn stef úr trúarlegri tónlist gyðinga við dans- og þjóðlagatónlist Evrópu og Mið-Austurlanda, ekki síst úr grískri og tyrkneskri alþýðutónlist. Haukur Gröndal stofnaði íslensk-dönsku klezmerhljómsveitina Schpilkas, sem hefur gefið út tvær hljómplötur, en Ragnheiður söng með hljómsveitinni. Ragnheiði Gröndal þarf ekki að kynna fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Hún hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna og gefið út fjórar sólóplötur sem allar hafa náð miklum vinsældum og sungið með ýmsum hljómsveitum auk Schpilkas. Söngsveitin hélt klezmertónleika með þeim systkinum haustið 2007 sem þóttu takast afar vel. Í hljómsveitinni leika auk Hauks, Erik Qvick á trommur, Matthías Stefánsson á fiðlu, Vadim Fedorov á harmóníku og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20 í Neskirkju (við Hagatorg). Miðar fást í versluninni 12 tónum á Skólavörðustíg og við innganginn.- pbb
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira