
Viðskipti erlent
Verðbólga eykst í Slóvakíu

Verðbólga mældist 5,4 prósent í Slóvakíu í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan í desember 2004. Þetta er 0,4 prósentustiga aukning á milli mánaða og skrifast að mestu á verðhækkun tengdu húsnæði. Þá liggur stór hluti í hækkandi orkuverði, svo sem rafmagni, gasi og vatni en sú tala hefur rokið upp um 8,9 prósent síðasta árið. Slóvakía gerðist aðildarríki Evrópusambandsins árið 2004 en tekur upp evru sem gjaldmiðil um áramótin.