Órafmagnaðir Fjallabræður 28. nóvember 2008 06:15 Fjallabræður syngja í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn og flytja þar sitt nýjasta lag, Hó. mynd/hörður sveinsson Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundarson Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp myndband við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16. Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundarson Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp myndband við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16.
Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira