Allir í sleik á Airwaves Anna Margrét Björnsson skrifar 19. október 2008 07:00 Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi. Fyrsti viðkomustaður minn á föstudagskvöld var tónleikastaðurinn Organ, sælla minninga, en hann hefur enduropnað sérstaklega fyrir Airwaves-hátíðina. Þar steig indí-rokkhljómsveitin Dýrðin á svið um áttaleytið. Undir þeirra hressilegu New York-pönkskotnu tónum spjallaði ég við mann sem heitir því skemmtilega nafni Lee Lust frá Atlantic Records um hvaða hljómsveitum útlendingar væru spenntastir fyrir í ár. „Ég er sjálfur svona rokk og ról-gaur, en hvað er í gangi hjá Íslendingum? Þeir eru allir að fara yfir í elektró-tónlistina," sagði hann undrandi. Elektró-tónlist var svo einmitt það sem var í boði á Tunglinu, en þar hafði myndast geysilega mikil röð sem hélst jafnlöng allt kvöldið, þannig að eitthvað hafði hr. Lust fyrir sér í þessu. Persónulega finnst mér Tunglið alveg vonlaus tónleikastaður og föstudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun minni. Það er nánast ómögulegt að sjá listamennina nema að maður sé að troðast í stöppunni frammi við svið. Því heyrði ég aðeins í Bloodgroup en sá ekki neitt sem var synd því sviðsframkoma þeirra er mjög lífleg og takturinn hrífandi. Úr sveittri kösinni á Tunglinu hélt ég yfir á Iðnó en þar stóð yfir svokallað Bedroom Community-kvöld en það er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar sem hefur sankað að sér mjög sérstökum og hæfileikaríkum listamönnum. Það var dálítið skrýtið að fara úr teknó-stuðinu yfir í „gling-gling"-hljóð sem láta mann fá orðið „krútt" strax upp í hugann. Þar voru líka á ferðinni krúttin Amiina og Kippi Kaninus en einhvern veginn var ég bara ekki rétt stemmd fyrir þessa tegund af tónlist. Þýskur blaðamaður virtist sammála en hann ruddist fram hjá mér á meðan hann tautaði „Das ist nicht Wunderbar". Næst var haldið yfir í Hafnarhúsið en þar var komin löng röð af gestum sem biðu óþreyjufullir eftir að sjá Seabear, fyrrum sólóprójekt Sindra Más Sigfússonar sem er orðið að myndarlegri sjö manna hljómsveit með gíturum, strengjum, bjöllum og blásturshljóðfærum. Tónlist þeirra er einhvers konar melódískt kántrí og þjóðlagaskotið popp, einstaklega fögur tónlist og grípandi. Sindri hefur afar látlausa sviðsframkomu en fallegur stúlknasöngur, strengjakaflar og seiðandi taktur vakti mikla lukku hjá tónleikagestum sem fögnuðu mikið að tónleikum loknum. Fyndið samt hvað fleiri og fleiri bönd virðast vera að henda inn svona einni fiðlu og kannski trompet upp á frumleikann, greinilega vaxandi trend. Stemmningin magnaðist enn frekar þegar hljómsveitin Hjaltalín steig á svið en þau gersamlega hrifu salinn með sér og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Páll Óskar mætti óvænt og söng hið vinsæla kover hljómsveitarinnar af lagi hans „Þú komst við hjartað í mér". Erlendir gestir voru ekkert síður hrifnir og ég heyrði nokkra spyrja hvort þetta væri hinn íslenski Ricky Martin. Reykingapásur á Airwaves eru greinilega eitthvað sem heyrir sögunni til og það voru margir sem lentu í hremmingum eftir að hafa stigið út til að fá sér sígarettu en þurftu svo að bíða í endalausri röð í annað sinn til að komast aftur inn. Ekki vinsælt og því síður dónalegir dyraverðirnir við Hafnarhúsið. Ég hafði ætlað mér að sjá Motion Boys sem klikka ekki á gríðarlegum hressleika en það var mikið „buzz" í gangi yfir fyrirbærinu Final Fantasy í Iðnó sem flestir virtust telja ómissandi viðburð. Þar er á ferð ungur kanadískur maður vopnaður fiðlu og alls kyns græjum, svona einhvers konar eins-manns nýklassískt band. Mér skilst að allt hafi farið í handaskolum þegar hann kom til landsins þar sem græjurnar hans týndust þannig að hann fékk allt lánað á síðustu stundu. Tónleikaupplifunin með Final Fantasy var sannarlega óvenjuleg og á köflum ansi mögnuð. Maðurinn er greinilega mikill fiðlusnillingur og virtist notast mikið við „delay" - sumsé tók upp kafla um leið og hann spilaði þá og lét þá svo óma á ný á meðan hann plokkaði fiðlustrengina eða framkvæmdi aðra tóngjörninga. Það er ljóst að áhorfendur voru algerlega í transi enda um mjög sérstakan viðburð að ræða, en einhvern veginn laumaðist alltaf tilfinningin að mér að þetta væri nú dálítið tilgerðarlegt og kanadískt allt saman. Minnti mig á allar þessar kanadísku kvikmyndir sem eru að reyna að vera svo „intellektúal" að þær missa einhvern veginn af punktinum. Brosti svo út í annað síðar um kvöldið þegar ég uppgötvaði að allir voru í sleik úti í hornum, hvort sem það var í Iðnó eða í Hafnarhúsinu. Ástin svífur greinilega yfir vötnum á Airwaves í ár. Hápunktar: Seabear, Hjaltalín og Final Fantasy.Anna Margrét Björnsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Anna Margrét Björnsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Seabear og Páll Óskar slá í gegn í Hafnarhúsinu á meðan kanadíski fiðlusnillingurinn Final Fantasy heillaði á Bedroom Community-kvöldi. Fyrsti viðkomustaður minn á föstudagskvöld var tónleikastaðurinn Organ, sælla minninga, en hann hefur enduropnað sérstaklega fyrir Airwaves-hátíðina. Þar steig indí-rokkhljómsveitin Dýrðin á svið um áttaleytið. Undir þeirra hressilegu New York-pönkskotnu tónum spjallaði ég við mann sem heitir því skemmtilega nafni Lee Lust frá Atlantic Records um hvaða hljómsveitum útlendingar væru spenntastir fyrir í ár. „Ég er sjálfur svona rokk og ról-gaur, en hvað er í gangi hjá Íslendingum? Þeir eru allir að fara yfir í elektró-tónlistina," sagði hann undrandi. Elektró-tónlist var svo einmitt það sem var í boði á Tunglinu, en þar hafði myndast geysilega mikil röð sem hélst jafnlöng allt kvöldið, þannig að eitthvað hafði hr. Lust fyrir sér í þessu. Persónulega finnst mér Tunglið alveg vonlaus tónleikastaður og föstudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun minni. Það er nánast ómögulegt að sjá listamennina nema að maður sé að troðast í stöppunni frammi við svið. Því heyrði ég aðeins í Bloodgroup en sá ekki neitt sem var synd því sviðsframkoma þeirra er mjög lífleg og takturinn hrífandi. Úr sveittri kösinni á Tunglinu hélt ég yfir á Iðnó en þar stóð yfir svokallað Bedroom Community-kvöld en það er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar sem hefur sankað að sér mjög sérstökum og hæfileikaríkum listamönnum. Það var dálítið skrýtið að fara úr teknó-stuðinu yfir í „gling-gling"-hljóð sem láta mann fá orðið „krútt" strax upp í hugann. Þar voru líka á ferðinni krúttin Amiina og Kippi Kaninus en einhvern veginn var ég bara ekki rétt stemmd fyrir þessa tegund af tónlist. Þýskur blaðamaður virtist sammála en hann ruddist fram hjá mér á meðan hann tautaði „Das ist nicht Wunderbar". Næst var haldið yfir í Hafnarhúsið en þar var komin löng röð af gestum sem biðu óþreyjufullir eftir að sjá Seabear, fyrrum sólóprójekt Sindra Más Sigfússonar sem er orðið að myndarlegri sjö manna hljómsveit með gíturum, strengjum, bjöllum og blásturshljóðfærum. Tónlist þeirra er einhvers konar melódískt kántrí og þjóðlagaskotið popp, einstaklega fögur tónlist og grípandi. Sindri hefur afar látlausa sviðsframkomu en fallegur stúlknasöngur, strengjakaflar og seiðandi taktur vakti mikla lukku hjá tónleikagestum sem fögnuðu mikið að tónleikum loknum. Fyndið samt hvað fleiri og fleiri bönd virðast vera að henda inn svona einni fiðlu og kannski trompet upp á frumleikann, greinilega vaxandi trend. Stemmningin magnaðist enn frekar þegar hljómsveitin Hjaltalín steig á svið en þau gersamlega hrifu salinn með sér og þakið ætlaði að rifna af húsinu þegar Páll Óskar mætti óvænt og söng hið vinsæla kover hljómsveitarinnar af lagi hans „Þú komst við hjartað í mér". Erlendir gestir voru ekkert síður hrifnir og ég heyrði nokkra spyrja hvort þetta væri hinn íslenski Ricky Martin. Reykingapásur á Airwaves eru greinilega eitthvað sem heyrir sögunni til og það voru margir sem lentu í hremmingum eftir að hafa stigið út til að fá sér sígarettu en þurftu svo að bíða í endalausri röð í annað sinn til að komast aftur inn. Ekki vinsælt og því síður dónalegir dyraverðirnir við Hafnarhúsið. Ég hafði ætlað mér að sjá Motion Boys sem klikka ekki á gríðarlegum hressleika en það var mikið „buzz" í gangi yfir fyrirbærinu Final Fantasy í Iðnó sem flestir virtust telja ómissandi viðburð. Þar er á ferð ungur kanadískur maður vopnaður fiðlu og alls kyns græjum, svona einhvers konar eins-manns nýklassískt band. Mér skilst að allt hafi farið í handaskolum þegar hann kom til landsins þar sem græjurnar hans týndust þannig að hann fékk allt lánað á síðustu stundu. Tónleikaupplifunin með Final Fantasy var sannarlega óvenjuleg og á köflum ansi mögnuð. Maðurinn er greinilega mikill fiðlusnillingur og virtist notast mikið við „delay" - sumsé tók upp kafla um leið og hann spilaði þá og lét þá svo óma á ný á meðan hann plokkaði fiðlustrengina eða framkvæmdi aðra tóngjörninga. Það er ljóst að áhorfendur voru algerlega í transi enda um mjög sérstakan viðburð að ræða, en einhvern veginn laumaðist alltaf tilfinningin að mér að þetta væri nú dálítið tilgerðarlegt og kanadískt allt saman. Minnti mig á allar þessar kanadísku kvikmyndir sem eru að reyna að vera svo „intellektúal" að þær missa einhvern veginn af punktinum. Brosti svo út í annað síðar um kvöldið þegar ég uppgötvaði að allir voru í sleik úti í hornum, hvort sem það var í Iðnó eða í Hafnarhúsinu. Ástin svífur greinilega yfir vötnum á Airwaves í ár. Hápunktar: Seabear, Hjaltalín og Final Fantasy.Anna Margrét Björnsson
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun