Friðarsúlan hennar Yoko Ono í Viðey hefur eignast tvíburasystur í New York.
Þegar árásarinnar á tvíburaturnana var minnst hinn ellefta þessa mánaðar voru tendraðar tvær leysigeislasúlur sem risu hátt til himins.
Friðarsúlan í Viðey er enn á sínum stað þótt eðlilega hafi ekki verið kveikt á henni á björtum sumarnóttum.
Hún verður hinsvegar tendruð á nýjan leik hinn níunda október, en það er afmælisdagur Johns Lennon.