Verkafólk og aldraðir þurfa kjarabætur 3. október 2008 05:30 Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun