O'Neill: Barry vildi spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. ágúst 2008 20:36 Martin O'Neill á Laugardalsvelli í kvöld. Mynd/Pjetur Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld. Barry skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool í sumar. Fyrst hann spilaði í kvöld er ljóst að hann gæti ekki spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót ef hann gengur til liðs við félagsins á næstunni. „Hann vissi vel af afleiðingunum en hann vildi ólmur fá að spila. Ákvörðunin var hans. En ég veit ekkert um hvað gerist nú," sagði O'Neill. „En ég er fyrst og fremst ánægður með úrslitin í kvöld. Við litum betur út í dag en gegn Odense. Þeir (FH-ingar) skoruðu að vísu gott mark en við unnum sannfærandi sigur að lokum. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir helgina en við þurfum þó aðeins að þétta varnarleikinn." O'Neill sagði að þrátt fyrir 4-1 sigur Aston Villa í kvöld myndi hann ekki fara ógætilega í síðari leik liðanna. „Við munum sennilega nota einhverja unga leikmenn en við viljum fara áfram og því ætla ég ekki að taka neinar áhættur." Hann sagði að FH-ingar hefðu verið mjög vel stemmdir í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig svo snemma í leiknum. „Vissulega voru þetta vonbrigði fyrir þá en mér fannst þeir samt mjög vel stemmdir í leiknum. Ég sá upptöku af síðasta leik þeirra og fannst mikið til þeirra koma. Ég sagði mínum mönnum fyrir leik að taka þá alvarlega enda erum við ekki nógu góðir til að vanmeta neitt lið. En FH-ingar áttu vissulega skilið að skora í leiknum enda höfðu þeir valdið usla í vörninni okkar fyrr í leiknum." Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28 Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Martin O'Neill sagði á blaðamannafundi eftir leikinn gegn FH í kvöld að Gareth Barry hefði ólmur viljað spila leikinn í kvöld. Barry skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu en hann hefur ítrekað verið orðaður við Liverpool í sumar. Fyrst hann spilaði í kvöld er ljóst að hann gæti ekki spilað með Liverpool í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót ef hann gengur til liðs við félagsins á næstunni. „Hann vissi vel af afleiðingunum en hann vildi ólmur fá að spila. Ákvörðunin var hans. En ég veit ekkert um hvað gerist nú," sagði O'Neill. „En ég er fyrst og fremst ánægður með úrslitin í kvöld. Við litum betur út í dag en gegn Odense. Þeir (FH-ingar) skoruðu að vísu gott mark en við unnum sannfærandi sigur að lokum. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir helgina en við þurfum þó aðeins að þétta varnarleikinn." O'Neill sagði að þrátt fyrir 4-1 sigur Aston Villa í kvöld myndi hann ekki fara ógætilega í síðari leik liðanna. „Við munum sennilega nota einhverja unga leikmenn en við viljum fara áfram og því ætla ég ekki að taka neinar áhættur." Hann sagði að FH-ingar hefðu verið mjög vel stemmdir í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig svo snemma í leiknum. „Vissulega voru þetta vonbrigði fyrir þá en mér fannst þeir samt mjög vel stemmdir í leiknum. Ég sá upptöku af síðasta leik þeirra og fannst mikið til þeirra koma. Ég sagði mínum mönnum fyrir leik að taka þá alvarlega enda erum við ekki nógu góðir til að vanmeta neitt lið. En FH-ingar áttu vissulega skilið að skora í leiknum enda höfðu þeir valdið usla í vörninni okkar fyrr í leiknum."
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52 Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28 Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Fór betur en á horfðist hjá FH - Myndir Eftir að hafa lent tveimur mörkum snemma undir gegn Aston Villa gátu FH-ingar gengið með höfuðið hátt til búningsklefa sinna þrátt fyrir 4-1 tap. 14. ágúst 2008 19:52
Barry í byrjunarliðinu Gareth Barry er í byrjunarliði Aston Villa sem mætir FH í UEFA-bikarkeppninni í dag. Það mun hafa sitt að segja. 14. ágúst 2008 17:28
Heimir: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði „Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn gegn Aston Villa í kvöld. Þeir ensku unnu leikinn 4-1. 14. ágúst 2008 20:19