Bandaríski flotinn er að verja allnokkrum milljónum króna í að gera upp fjörutíu ára gamla íbúðarskála fyrir sjóliða sína.
Ekkert svosem við það að athuga en hin árvakra Google leitarvél hefur myndað skálann eins og allt annað á yfirborði jarðar.
Og Google myndin sýnir svo ekki verður um villst að hann er í laginu eins og hakakross.