Tónlistarmaðurinn Will.i.am hefur gefið út nýtt lag og myndband til að fagna kjöri Baracks Obama sem forseta Bandaríkjanna. Lagið nefnist It"s A New Day og eyddi Will kosninganóttinni í að ljúka við lagið.
Annað lag Will.i.am, Yes We Can, naut mikilla vinsælda fyrr árinu en það var gefið út til stuðnings forsetaframboði Obama. Ein af kosningaræðum Obama var spiluð í laginu og á meðal gestasöngvara voru leikkonan Scarlett Johansson, Nicole Sherzinger úr Pussycat Dolls og djassarinn Herbie Hancock.