Haffi Haff syngur um Bin Laden 11. júlí 2008 05:00 Haffi haff sendir frá sér lagið Bin Laden. Fréttablaðið/Eyþór „Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag," segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. „Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum," segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. „Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann." Haffa skaut upp á stjörnuhimininn hérlendis með laginu Wiggle wiggle song eftir Svölu Björgvinsdóttur. Lagið sat í nokkrar vikur á toppi íslenska listans á FM957 og var geysivinsælt. „Það er ekki hægt að gera það og ekkert meira," segir Haffi sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Haffi er alinn upp í Bandaríkjunum en er alkominn til Íslands. „Auðvitað, ég er alveg fluttur hingað heim. Búinn að kaupa mér íbúð og er í fjórum vinnum hérna," segir Haffi. Hann segist vera rétt að byrja í tónlistinni en toppurinn sé ekki markmiðið. „Ég vil bara vinna við tónlist sama hvert það svo leiðir mig. Ég elska að vinna að tónlist og sef ekki mikið," segir hinn ofurhressi Haffi Haff sem mun frumflytja Bin Laden í Sjallanum á Akureyri í kvöld þar sem Merzedes Club spilar einnig. Haffi stígur á svið með Merzedes Club enda samdi hann eitt lag á plötu sveitarinnar. - shs Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag," segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. „Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum," segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. „Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann." Haffa skaut upp á stjörnuhimininn hérlendis með laginu Wiggle wiggle song eftir Svölu Björgvinsdóttur. Lagið sat í nokkrar vikur á toppi íslenska listans á FM957 og var geysivinsælt. „Það er ekki hægt að gera það og ekkert meira," segir Haffi sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Haffi er alinn upp í Bandaríkjunum en er alkominn til Íslands. „Auðvitað, ég er alveg fluttur hingað heim. Búinn að kaupa mér íbúð og er í fjórum vinnum hérna," segir Haffi. Hann segist vera rétt að byrja í tónlistinni en toppurinn sé ekki markmiðið. „Ég vil bara vinna við tónlist sama hvert það svo leiðir mig. Ég elska að vinna að tónlist og sef ekki mikið," segir hinn ofurhressi Haffi Haff sem mun frumflytja Bin Laden í Sjallanum á Akureyri í kvöld þar sem Merzedes Club spilar einnig. Haffi stígur á svið með Merzedes Club enda samdi hann eitt lag á plötu sveitarinnar. - shs
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira