Kaótískt ástand í bransanum 15. október 2008 05:45 Anthony Volodkin rekur tónlistarsíðuna Hype Machine sem nýtur mikilla vinsælda. Hann segir að ástandið í tónlistarheiminum sé kaótískt en fjölmörg sóknarfæri séu fyrir hendi.Ljósmynd/Julia Staples Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún," segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tónlistarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrirtæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistarmenn eru að fá mesta „hæpið", það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera." Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaótískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg." Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún," segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tónlistarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrirtæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistarmenn eru að fá mesta „hæpið", það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera." Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvölinn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaótískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg."
Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira