Hafdís Huld í breyttri útgáfu 19. nóvember 2008 06:00 Simon hefur endurhljóðblandað lagið Tomoko með söngkonunni Hafdísi Huld. Bretinn Simon Latham hefur endurhljóðblandað lag Hafdísar Huldar, Tomoko, og verður það gefið út á Tónlist.is næstkomandi mánudag. Lagið verður gefið út erlendis í byrjun næsta árs. „Þetta var skemmtilegt verkefni og það mætti segja að ég sé aðdáandi hennar," segir Simon, sem rekur útgáfufyrirtækið Airport Route sem er í Reykjanesbæ. Hann hefur áður endurhljóðblandað fyrir íslenska söngkonu því hann, ásamt félaga sínum Pete Lunn, endurhljóðblönduðu lög Birgittu Haukdal, Ein og Örmagna, fyrr á árinu. „Ég talaði við Hafdísi og hennar fólk og sagði þeim frá mínum hugmyndum. Eftir það buðu þau mér að setja saman góðan pakka," segir Simon. Þrjár útgáfur af Tomoko voru gerðar og sá Simon um tvær en Bandaríkjamaðurinn Royal Sapien útbjó eina. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum en hann hefur sjálfur endurhljóðblandað og gefið út efni með hinni íslensku Funk Harmony Park. Hann hefur einnig gefið út lagið mitt On Fire hjá útgáfufyrirtæki sínu, Olaris Records," segir Simon, sem gaf á síðasta ári út sólóplötuna Left Right of Centre. Annað lag Hafdísar Huldar, Stop, kemur einnig út á mánudaginn og verður það fáanlegt á iTunes. Hafdís ætlar í janúar að hefja upptökur á nýrri plötu sem mun fylgja eftir hinni vel heppnuðu Dirty Paper Cup sem kom út fyrir tveimur árum. - fb Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bretinn Simon Latham hefur endurhljóðblandað lag Hafdísar Huldar, Tomoko, og verður það gefið út á Tónlist.is næstkomandi mánudag. Lagið verður gefið út erlendis í byrjun næsta árs. „Þetta var skemmtilegt verkefni og það mætti segja að ég sé aðdáandi hennar," segir Simon, sem rekur útgáfufyrirtækið Airport Route sem er í Reykjanesbæ. Hann hefur áður endurhljóðblandað fyrir íslenska söngkonu því hann, ásamt félaga sínum Pete Lunn, endurhljóðblönduðu lög Birgittu Haukdal, Ein og Örmagna, fyrr á árinu. „Ég talaði við Hafdísi og hennar fólk og sagði þeim frá mínum hugmyndum. Eftir það buðu þau mér að setja saman góðan pakka," segir Simon. Þrjár útgáfur af Tomoko voru gerðar og sá Simon um tvær en Bandaríkjamaðurinn Royal Sapien útbjó eina. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum en hann hefur sjálfur endurhljóðblandað og gefið út efni með hinni íslensku Funk Harmony Park. Hann hefur einnig gefið út lagið mitt On Fire hjá útgáfufyrirtæki sínu, Olaris Records," segir Simon, sem gaf á síðasta ári út sólóplötuna Left Right of Centre. Annað lag Hafdísar Huldar, Stop, kemur einnig út á mánudaginn og verður það fáanlegt á iTunes. Hafdís ætlar í janúar að hefja upptökur á nýrri plötu sem mun fylgja eftir hinni vel heppnuðu Dirty Paper Cup sem kom út fyrir tveimur árum. - fb
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira