Neyðarsjóður að verða til Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:03 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, greinir frá stöðu mála. Með henni eru fv. Harry Reid, forseti öldungadeildar, og Hank Paulson, fjármálaráðherra. MYND/AP Demókratar og repúblíkana á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi í meginatriðum um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. Eftir er að hnýta lausa enda og stefnt að því að greiða atkvæði um frumvarpið í fulltrúadeild þings í dag. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að málinu hefði miðað vel áfram og samningafundir staðið langt fram á nótt. Enn væri þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Það yrði gert í dag og vonandi yrði hægt að leggja frumvarpið fram í fulltrúadeildinni síðar í dag og þá hægt að greiða atkvæði um það. Byggt er á frumvarpi Hanks Paulsons, fjármálaráðherra, um stofnun 700 milljarða dala neyðarsjóðs. Fé úr honum á að nota til að kaupa undirmálslán af illa stæðum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Repúblíkanar sem og demókratar á þingi hafa gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars að ekki hafi verið gert ráð fyrir opinberu eftirliti með sjóðnum. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt þing til að samþykkja það og fjármálasérfræðingar lagt áherslu á að málið verði komið í höfn áður en opnað verði fyrir viðskipti á mörkuðum vestanhafs á morgun. En á meðan tekist er á um þetta fór annað frumvarp í gegnum þingið í gær sem féll í skuggann af neyðarsjóðsfrumvarpinu. Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða frumvarp sem felur í sér útgjöld fyrir bandaríska ríkið upp á jafnvirði 60 þúsund milljarða króna - til viðbótar þeim rúmlega 66 þúsund milljörðum króna sem eiga að fara í neyðarsjóðinn. Tryggir það rekstur bandaríska ríkisins eftir að núgildandi fjárlaga ári líkur sem er á þriðjudaginn. Frumvarpið heimilar olíuborun undan Norður-Atlantshafs og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem hefur verið umdeilt. Það hefur verið þrætuepli milli demókrata annars vegar, sem hafa meirihluta á þingi, og repúblíkana og stjórnar Bush Bandaríkjaforseta hins vegar. Samið var um útgjöld til ýmissa gæluverkefna þingmanna úr báðum flokkum svo koma mætti frumvarpinu í gegn en háværar kröfur hafa verið um olíuborun á þessum svæðum vegna hækkana á eldsneytisverði í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Demókratar og repúblíkana á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi í meginatriðum um stofnun neyðarsjóðs fyrir bágstödd fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum. Eftir er að hnýta lausa enda og stefnt að því að greiða atkvæði um frumvarpið í fulltrúadeild þings í dag. Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að málinu hefði miðað vel áfram og samningafundir staðið langt fram á nótt. Enn væri þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Það yrði gert í dag og vonandi yrði hægt að leggja frumvarpið fram í fulltrúadeildinni síðar í dag og þá hægt að greiða atkvæði um það. Byggt er á frumvarpi Hanks Paulsons, fjármálaráðherra, um stofnun 700 milljarða dala neyðarsjóðs. Fé úr honum á að nota til að kaupa undirmálslán af illa stæðum bönkum og fjármálafyrirtækjum. Repúblíkanar sem og demókratar á þingi hafa gert ýmsar athugasemdir við frumvarpið, meðal annars að ekki hafi verið gert ráð fyrir opinberu eftirliti með sjóðnum. Bush Bandaríkjaforseti hefur hvatt þing til að samþykkja það og fjármálasérfræðingar lagt áherslu á að málið verði komið í höfn áður en opnað verði fyrir viðskipti á mörkuðum vestanhafs á morgun. En á meðan tekist er á um þetta fór annað frumvarp í gegnum þingið í gær sem féll í skuggann af neyðarsjóðsfrumvarpinu. Öldungadeildin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða frumvarp sem felur í sér útgjöld fyrir bandaríska ríkið upp á jafnvirði 60 þúsund milljarða króna - til viðbótar þeim rúmlega 66 þúsund milljörðum króna sem eiga að fara í neyðarsjóðinn. Tryggir það rekstur bandaríska ríkisins eftir að núgildandi fjárlaga ári líkur sem er á þriðjudaginn. Frumvarpið heimilar olíuborun undan Norður-Atlantshafs og Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem hefur verið umdeilt. Það hefur verið þrætuepli milli demókrata annars vegar, sem hafa meirihluta á þingi, og repúblíkana og stjórnar Bush Bandaríkjaforseta hins vegar. Samið var um útgjöld til ýmissa gæluverkefna þingmanna úr báðum flokkum svo koma mætti frumvarpinu í gegn en háværar kröfur hafa verið um olíuborun á þessum svæðum vegna hækkana á eldsneytisverði í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira