Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna 6. febrúar 2008 09:02 Mikki Mús, ein af þekktustu fígúrum Disney. Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical" og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana. Hagnaður fyrirtækisins nam 1,25 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 81 milljarðs íslenskra króna. Það jafngildir því að hagnaður á hlut hafi numið 63 sentum samanborið við 52 sent líkt og spár fjármálasérfræðinga hljóðaði upp á, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Þá námu tekjur 10,5 milljörðum dala á tímabilinu, sem er 9,1 prósents hækkun frá sama tíma í fyrra. Þetta er engu að síður 26 prósenta minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Robert Iger, forstjóri Disney, sem er annað stærsta afþreyingafyrirtæki Bandaríkjanna, segir sömuleiðis í samtali við Bloomberg, að afkoman skýrist sömuleiðis af sterku gengi evru Bandaríkjadal. Hann er hæstánægður með afkomuna og segist fullviss um að fyrirtækið muni koma vel út úr þeirri niðursveiflu sem spáð hafi verið í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical" og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana. Hagnaður fyrirtækisins nam 1,25 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 81 milljarðs íslenskra króna. Það jafngildir því að hagnaður á hlut hafi numið 63 sentum samanborið við 52 sent líkt og spár fjármálasérfræðinga hljóðaði upp á, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Þá námu tekjur 10,5 milljörðum dala á tímabilinu, sem er 9,1 prósents hækkun frá sama tíma í fyrra. Þetta er engu að síður 26 prósenta minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Robert Iger, forstjóri Disney, sem er annað stærsta afþreyingafyrirtæki Bandaríkjanna, segir sömuleiðis í samtali við Bloomberg, að afkoman skýrist sömuleiðis af sterku gengi evru Bandaríkjadal. Hann er hæstánægður með afkomuna og segist fullviss um að fyrirtækið muni koma vel út úr þeirri niðursveiflu sem spáð hafi verið í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira