Óvænt úrslit urðu í Uefa keppninni í kvöld þegar Tottenham tapaði 1-0 heima fyrir hollenska liðinu PSV Eindhoven. Bolton náði aðeins jafntefli heima gegn Sporting frá Lissabon.
Tottenham virðist ekki vera komið yfir timburmennina eftir sigurinn í deildarbikarnum á dögunum og Jefferson Farfan tryggði Hollenska liðinu sætan sigur. Hann nýtti sér skelfileg mistök frá Gilberto í liði Tottenham sem á ekki eftir að gleyma sínum fyrsta leik með Tottenham. Þetta var aðeins þriðji ósigur Tottenham í 59 Evrópuleikjum á heimavelli.
Fiorentina lagði Everton 2-0 í snjókomu á Flórens þar sem heimamenn voru betri aðilinn og unnu verðskuldaðan sigur.
Bolton náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Sporting þar sem Gavin McCann kom Bolton yfir snemma leiks en Simon Vukcevic jafnaði undir lokin fyrir gestina. Heiðar Helguson var í liði Bolton og átti skalla í slá í stöðunni 1-0.
Önnur úrslit í kvöld:
Marseille- Zenit Pétursborg 3-1
Rangers - Werder Bremen 2-0
Leverkusen - HSV 1-0
Benfica - Getafe 1-2