Lag ársins 7. mars 2008 11:18 Allt fyrir ástina - Páll Óskar Þrumandi danstónlist, fín melódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Flutningur er glæsilegur og undirstrikast af frábærum söng Páls Óskars. Lag sem heillaði fólk á ýmsum aldri árið 2007. Eitt mest spilaða lag ársins í útvarpi. Englar & dárar - Ólöf Arnalds Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegnum einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Lagið er skemmtilegt og grípandi, textinn fellur við það eins og flís við rass, bæði alvarlegur og fyndinn, forn og nútímalegur í senn: ,,Miðri Ártúnsbrekku í/erum stödd í Brasilí...Læriló og ríngalíng"; Englar og dárar bæði fanga fegurðarskynið og kitla skopskynið. Goodbye July/Margt að ugga Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarflegasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Eins og nafnið gefur til kynna tvinnast saman ólík stef, grípandi taktur og hressilegt viðlag á ensku um hana Elaine sem hverfist svo skyndilega yfir í tregafulla strengi og flutning á íslenskri þjóðvísu. Verðbólgin augu - Ný dönsk Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Lagið er grípandi og flutningurinn frábær. Hvað sem verður um blessaða krónuna þá yrðu Verðbólgin augu henni verðugur minnisvarði. Verum í sambandi - Sprengjuhöllin Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Snorri Helgason fer fyrir Sprengjuhöllinni í þessum angurværa texta sínum, um sár sambandsslit, sem fólk hefur tekið undir með af mikilli innlifun. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Allt fyrir ástina - Páll Óskar Þrumandi danstónlist, fín melódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Flutningur er glæsilegur og undirstrikast af frábærum söng Páls Óskars. Lag sem heillaði fólk á ýmsum aldri árið 2007. Eitt mest spilaða lag ársins í útvarpi. Englar & dárar - Ólöf Arnalds Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegnum einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Lagið er skemmtilegt og grípandi, textinn fellur við það eins og flís við rass, bæði alvarlegur og fyndinn, forn og nútímalegur í senn: ,,Miðri Ártúnsbrekku í/erum stödd í Brasilí...Læriló og ríngalíng"; Englar og dárar bæði fanga fegurðarskynið og kitla skopskynið. Goodbye July/Margt að ugga Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarflegasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Eins og nafnið gefur til kynna tvinnast saman ólík stef, grípandi taktur og hressilegt viðlag á ensku um hana Elaine sem hverfist svo skyndilega yfir í tregafulla strengi og flutning á íslenskri þjóðvísu. Verðbólgin augu - Ný dönsk Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Lagið er grípandi og flutningurinn frábær. Hvað sem verður um blessaða krónuna þá yrðu Verðbólgin augu henni verðugur minnisvarði. Verum í sambandi - Sprengjuhöllin Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Snorri Helgason fer fyrir Sprengjuhöllinni í þessum angurværa texta sínum, um sár sambandsslit, sem fólk hefur tekið undir með af mikilli innlifun.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira