Olíuverðið nálægt hæstu hæðum 12. mars 2008 11:04 Maður fylgist með rándýrum bensíndropanum dælast á tankinn. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði. Gengi dalsins, sem hefur lækkað í kjölfar stýrivaxtalækkana bandaríska seðlabankans, lækkaði frekar eftir að seðlabankinn ákvað að veita allt að 200 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 13.600 milljarða íslenskra króna, inn á fjármálamarkaði. Innspýtingin er í samráði við evrópska seðlabankann, Englandsbanka, seðlabanka Kanada og svissneska seðlabankann. Hráolíuverðið stóð í 108,64 dölum í Síngapúr í nótt. Það stóð til samanburðar í 87 dölum á tunnu í byrjun árs en í 70 dölum í ágúst í fyrra. Breska dagblaðið Daily Telegraph hefur eftir sérfræðingum í olíumálum í dag, að ólíklegt sé að verðið á svartagullinu fari langt niður í nánustu framtíð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði. Gengi dalsins, sem hefur lækkað í kjölfar stýrivaxtalækkana bandaríska seðlabankans, lækkaði frekar eftir að seðlabankinn ákvað að veita allt að 200 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 13.600 milljarða íslenskra króna, inn á fjármálamarkaði. Innspýtingin er í samráði við evrópska seðlabankann, Englandsbanka, seðlabanka Kanada og svissneska seðlabankann. Hráolíuverðið stóð í 108,64 dölum í Síngapúr í nótt. Það stóð til samanburðar í 87 dölum á tunnu í byrjun árs en í 70 dölum í ágúst í fyrra. Breska dagblaðið Daily Telegraph hefur eftir sérfræðingum í olíumálum í dag, að ólíklegt sé að verðið á svartagullinu fari langt niður í nánustu framtíð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira