Sigurður: Tvær spennandi viðureignir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 14:14 Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/E. Stefán Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00. Dominos-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, treystir sér ekki að spá um hvaða lið munu fagna sigri í viðureignum kvöldsins í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell og Njarðvík mætast í Stykkishólmi í kvöld annars vegar og hins vegar tekur ÍR á móti Íslandsmeisturum KR í Seljaskóla. Bæði Snæfell og ÍR unnu fyrsta leikinn á útivelli og geta því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Sigurður segir ómögulegt að spá um úrslit leikjanna og býst hann við jöfnum og spennandi viðureignum. „Margir telja sjálfsagt að Snæfell eigi að valta yfir Njarðvíkinga á heimavelli miðað við fyrri leikinn en ég held að það verði ekki raunin. Njarðvíkingar eru væntanlega ósáttir við síðasta leik þar sem flestir leikmenn voru nokkuð frá sínu besta. Þeir gæta því bætt miklu við sig ef þeir vilja." „Snæfellingar eru vissulega sigurstranglegri en þeir valta ekki yfir Njarðvíkinga. Ég á von á hörkuleik." Friðrik Stefánsson getur ekki spilað með Njarðvík í úrslitakeppninni vegna veikinda og segir Sigurður að fjarvera hans hafi mikil áhrif á Njarðvíkurliðið. „Þeir reyna að finna leiðir til að bæta fyrir fjarveru hans en það eru svo margir litlir hlutir sem Friðrik gerir en eru kannski ekki áberandi sem gerir Njarðvík að betra liði. Liðið er einfaldlega stirðara án hans." Keflavík, lið Sigurðar, mætir sigurvegurum leiks Snæfells og Njarðvíkur í undanúrslitunum. KR og ÍR mættust einnig í fjórðungsúrslitum úrslitakeppninnar í fyrra og þá, eins og nú, vann ÍR fyrsta leikinn á heimavelli KR. KR-ingar unnu hins vegar einvígið og urðu loks Íslandsmeistarar. „Það er skemmtileg tilviljun að þeir spili aftur nú og að aftur vann ÍR fyrsta leikinn í einvíginu. Margir bíða sjálfsagt spenntir eftir viðbrögðum KR í kvöld en persónulega er ég spenntari að sjá hvernig ÍR mætir til leiks í kvöld." „Í fyrra var engu líkara en að ÍR-ingar voru ánægðir með að vinna einn leik og létu þar við sita. Nú hafa þeir látið hafa eftir sér að þeir væru hvergi nærri hættir." „Það mun skipta sköpum í leiknum í kvöld hvort liðið nær að mæta í leikinn og spila sinn leik. Leikmenn mega ekki vera of uppteknir af mikilvægi leiksins og reyna frekar að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Spennustigið hefur mikið að segja og það lið sem nær betur að stjórna því vinnur leikinn." Sigurður vill meina að ÍR, sem lenti í sjöunda sæti í deildinni, hafi verið of neðarlega miðað við getu. „ÍR er með fullt af góðum leikmönnum og öll lið myndu lenda í vandræðum með ÍR. ÍR-ingar geta unnið öll lið í deildinni, sérstaklega á heimavelli. Þeir hafa það líka fram yfir KR og flest önnur lið í deildinni að þeir eru með kjarna sem er búinn að halda sér í mörg ár. Þetta eru sjóaðir strákar sem ná ágætis árangri en hafa aldrei farið alla leið í Íslandsmótinu. Þeir eru því örugglega mjög spenntir fyrir úrslitakeppninni og það er dýrmætt." Leikur Snæfells og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 en leikur ÍR og KR, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, klukkan 20.00.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira