Hlynur: Nefið er í fínu lagi 8. apríl 2008 15:00 Hlynur fékk þungt högg á nefið í gær en slapp með lítinn skurð mynd/víkurfréttir "Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið. Dominos-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
"Ég er bara ágætur í nefinu. Ég fór upp á slysó í gær og beið þar í nokkra klukkutíma. Það var mjög gefandi," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells þegar Vísir spurði hann hvernig hann væri í nefinu eftir leikinn gegn Grindavík í gær. Hlynur lenti í hörðu samstuði við Jamaal Williams hjá Grindavík og óttuðust menn að hann væri nefbrotinn, því blóð flæddi úr nefi hans. Eins og sannur stríðsmaður sneri Hlynur aftur til leiks og kláraði dæmið með félögum sínum. Hann segir meiðslin ekki alvarleg. "Ég fékk bara smá skurð á nefið og það er allt í lagi með mig. Þetta var svolítið gott högg og ég hélt líka að ég væri nefbrotinn fyrst. Ég er nú ekki það góð skytta að það hefði verið óheppilegt fyrir mig að vera með einhverja grímu eða eitthvað svoleiðis," sagði Hlynur léttur í bragði. Snæfellingar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leiknum við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær og eiga næst heimaleik í Stykkishólmi. Margir vildu meina að Snæfellingar hefðu sloppið með skrekkinn í gær því heimamenn í Grindavík virtust vera með leikinn í hendi sér þegar skammt var til leiksloka. "Við vorum að tapa boltanum allt of mikið í gær, sérstaklega í fyrri hálfleik, en við vorum að frákasta vel. Öll þessi sóknarfráköst hefðu átt að koma okkur í góða stöðu til að vinna leikinn en við eyddum því öllu út með öllum þessum töpuðu boltum," sagði Hlynur, en Snæfellingar töpuðu yfir 20 boltum í leiknum. Hann vill þó ekki meina að það hafi verið heppni að Snæfelli tæki fyrsta leikinn í einvíginu. "Eins og Svali Björgvinsson sagði svo skemmtilega - heppni er ekki til í íþróttum. Þú býrð til þína eigin heppni og þetta byggist mikið á því hvaða ákvarðanir þú eða mótherjar þínir taka. Ég ætla ekki að afsaka mig með heppni þegar ég tapa og ég geri það ekki heldur ef ég vinn. Ég nenni ekki að æfa allan veturinn ef útkoman ræðst af heppni," sagði Hlynur. Annar leikur Snæfells og Grindavíkur verður spilaður í Stykkishólmi á fimmtudagskvöldið og Hlynur og félagar vita hvað þeir þurfa að gera í þeim leik. "Við verðum að spila betri vörn en við gerðum í gær, passa upp á boltann og svo verðum við Justin Shouse að gæta betur að þeim Jamaal Williams og Adam Darboe - þá erum við í ágætum málum," sagði Hlynur, sem reiknar með að verði fullt út úr dyrum á fimmtudagskvöldið.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira