Gefa út Stjána saxófón 16. desember 2008 04:00 Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út átta laga plötu. Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda. Hljómsveitin var stofnuð árið 1977 af fjórum nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð, þeim Eggerti Pálssyni, Kjartani Ólafssyni, Kristjáni Sigmundarsyni og Pétri Jónassyni. Nokkru síðar bættist Haraldur Baldursson í hópinn. „Það eru þrjátíu ár síðan fyrri platan kom út. Við vorum að velta því fyrir okkur að það væri gaman að bjarga þessu á varanlegra form," segir Pétur. „Hún er alveg ófáanleg sú fyrri og það er líka erfitt að vita hvar hin er niðurkomin." Pjetur og Úlfarnir er enn starfandi þrátt fyrir að hún hafi ekki gefið út nýtt efni í háa herrans tíð. Inni á milli æfinga spilar Eggert með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Haraldur er flugstjóri, Kjartan er tónskáld, Kristján er forstöðumaður og Pétur er klassískur gítarleikari, búsettur á Spáni. „Við erum alltaf að spila annað slagið. Ef það er farið mjög vel að okkur þá spilum við stundum og þá finnst okkur alveg rosalega gaman," segir Pétur. - fb Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda. Hljómsveitin var stofnuð árið 1977 af fjórum nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð, þeim Eggerti Pálssyni, Kjartani Ólafssyni, Kristjáni Sigmundarsyni og Pétri Jónassyni. Nokkru síðar bættist Haraldur Baldursson í hópinn. „Það eru þrjátíu ár síðan fyrri platan kom út. Við vorum að velta því fyrir okkur að það væri gaman að bjarga þessu á varanlegra form," segir Pétur. „Hún er alveg ófáanleg sú fyrri og það er líka erfitt að vita hvar hin er niðurkomin." Pjetur og Úlfarnir er enn starfandi þrátt fyrir að hún hafi ekki gefið út nýtt efni í háa herrans tíð. Inni á milli æfinga spilar Eggert með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Haraldur er flugstjóri, Kjartan er tónskáld, Kristján er forstöðumaður og Pétur er klassískur gítarleikari, búsettur á Spáni. „Við erum alltaf að spila annað slagið. Ef það er farið mjög vel að okkur þá spilum við stundum og þá finnst okkur alveg rosalega gaman," segir Pétur. - fb
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp