„Stjórinn" Bruce Springsteen og hljómsveit hans, The E Street Band, mun spila í hálfleik á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins í febrúar á næsta ári. Um frábæra kynningu er að ræða fyrir Springsteen enda horfðu rúmlega 148 milljónir Bandaríkjamanna á Tom Petty and the Heartbreakers spila í fyrra.
Á meðal annarra sem hafa spilað á þessu eftirsótta augnabliki eru Prince, Rolling Stones, U2 og Paul McCartney. Tónleikarnir sem flestir muna þó vafalítið eftir voru þegar Janet Jackson beraði annað brjóst sitt árið 2004.
