Eini lagaraðari landsins 21. september 2008 08:00 Með því að láta Þröst alfarið stjórna því hvernig lögin raðast á diskinn forðar hljómsveitin hugsanlegu rifrildi og látum í tengslum við það verkefni. MYND/Stefán „Já, Þröstur Leó gefur sig út fyrir það að vera eini maðurinn á Íslandi sem er svokallaður lagaraðari. Og starfar við þetta í hjáverkum. Við heyrðum af þessu og ákváðum að treysta honum fyrir því að raða lögunum upp. En þetta hefur verið atvinnuleyndarmál svipað og samplið hans Charlie Watts á plötu Herberts," segir Björn Jörundur. Ný tólf laga plata er væntanleg frá hljómsveitinni Ný dönsk og kemur hún í allar betri plötuverslanir fyrstu vikuna í október. Hún er sérstök um margt, til dæmis er Daníel Ágúst nú með eftir tólf ára hlé. Og hljómsveitin greip til þess að fá sérstakan mann til þess að raða lögunum á diskinn. Oft er þetta hausverkur og hreint ekki eins einfalt mál að ákveða hvaða lag á að vera númer tvö og hvaða lag númer sjö eins og ókunnugir kynnu að halda. En það eru einmitt slík vandamál sem leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sérhæfir sig í að leysa. „Já, þetta er meira en að segja það. Eins og Jón [Ólafsson] sagði: Þá losnum við við rifrildin og lætin. En það eru nokkrir í hljómsveitinni og hver og einn hefur sína skoðun á því hvar hvaða lag á að vera á disknum," segir Þröstur Leó sem tók að sér að raða lögunum tólf upp í þá röð sem hentar. Meðal annars til að forða því að allt fari í hund og kött innan hljómsveitarinnar. „En þetta er voðalega gaman. Þeir leyfa mér alveg að ráða þessu. Þröstur segir svo frá að hann hafi fengið lögin 12 í hendur og hlustað á þau fram og til baka. Læra að þekkja lögin. Svo raðar hann þessu upp eftir tilfinningu fremur en einhverri formúlu. „Já, og passa upp á að þetta fari vel saman. Að það séu til dæmis ekki þrjú lög með Birni Jörundi í röð." Þetta er langt í frá fyrsta verkefni Þrastar á þessu sviði. Hann til dæmis raðaði lögunum á disk Heimilistóna og svo hefur hann tekið Beina leið með KK og endurraðað lögunum þar. „Ég veit ekki hversu mikill sérfræðingur ég er. Ég er bara maðurinn úti í bæ sem kaupir plöturnar. Ég hef tekið gömlu plöturnar þeirra og leikið mér að því að endurraða á þær. Laga þetta til. Eina platan þar sem mér hefur ekki tekist að hrófla við neinu til betri vegar er The Wall með Pink Floyd. En svo eru náttúrlega sumir diskar sem ekki hafa gengið nógu vel af því að þar er ekki rétt raðað," segir leikarinn og lagaraðarinn Þröstur Leó - léttur og ánægður með að þetta leyndarmál sé nú loksins komið fram: „Þá get ég kannski farið að einbeita mér alfarið að þessu og hætt að leika." Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Já, Þröstur Leó gefur sig út fyrir það að vera eini maðurinn á Íslandi sem er svokallaður lagaraðari. Og starfar við þetta í hjáverkum. Við heyrðum af þessu og ákváðum að treysta honum fyrir því að raða lögunum upp. En þetta hefur verið atvinnuleyndarmál svipað og samplið hans Charlie Watts á plötu Herberts," segir Björn Jörundur. Ný tólf laga plata er væntanleg frá hljómsveitinni Ný dönsk og kemur hún í allar betri plötuverslanir fyrstu vikuna í október. Hún er sérstök um margt, til dæmis er Daníel Ágúst nú með eftir tólf ára hlé. Og hljómsveitin greip til þess að fá sérstakan mann til þess að raða lögunum á diskinn. Oft er þetta hausverkur og hreint ekki eins einfalt mál að ákveða hvaða lag á að vera númer tvö og hvaða lag númer sjö eins og ókunnugir kynnu að halda. En það eru einmitt slík vandamál sem leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sérhæfir sig í að leysa. „Já, þetta er meira en að segja það. Eins og Jón [Ólafsson] sagði: Þá losnum við við rifrildin og lætin. En það eru nokkrir í hljómsveitinni og hver og einn hefur sína skoðun á því hvar hvaða lag á að vera á disknum," segir Þröstur Leó sem tók að sér að raða lögunum tólf upp í þá röð sem hentar. Meðal annars til að forða því að allt fari í hund og kött innan hljómsveitarinnar. „En þetta er voðalega gaman. Þeir leyfa mér alveg að ráða þessu. Þröstur segir svo frá að hann hafi fengið lögin 12 í hendur og hlustað á þau fram og til baka. Læra að þekkja lögin. Svo raðar hann þessu upp eftir tilfinningu fremur en einhverri formúlu. „Já, og passa upp á að þetta fari vel saman. Að það séu til dæmis ekki þrjú lög með Birni Jörundi í röð." Þetta er langt í frá fyrsta verkefni Þrastar á þessu sviði. Hann til dæmis raðaði lögunum á disk Heimilistóna og svo hefur hann tekið Beina leið með KK og endurraðað lögunum þar. „Ég veit ekki hversu mikill sérfræðingur ég er. Ég er bara maðurinn úti í bæ sem kaupir plöturnar. Ég hef tekið gömlu plöturnar þeirra og leikið mér að því að endurraða á þær. Laga þetta til. Eina platan þar sem mér hefur ekki tekist að hrófla við neinu til betri vegar er The Wall með Pink Floyd. En svo eru náttúrlega sumir diskar sem ekki hafa gengið nógu vel af því að þar er ekki rétt raðað," segir leikarinn og lagaraðarinn Þröstur Leó - léttur og ánægður með að þetta leyndarmál sé nú loksins komið fram: „Þá get ég kannski farið að einbeita mér alfarið að þessu og hætt að leika."
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira